Fréttir

02.08.2005

Sveppanámskeið á Hvanneyri

Mánudaginn 15. ágúst, næstkomandi verður haldið á Hvanneyri námskeið um matsveppi. Þar læra menn að bera kennsl á réttu sveppina, tína þá og matreiða, jafnframt að fá nokkra fræðslu um líffræði þeirra. Leiðbeinandi verður Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar
 Dagskrá:
Kl. 10.00 - 12.00 Fyrirlestur.
Kl. 12.00 - 13.00 Matur.
Kl. 13.00 - 16.00 Söfnun sveppa í skógi, Skorradalur.
Kl. 16.00 - 19.00 Verkun og frágangur sveppa, kenndar helstu aðferðir við geymslu sveppa og matreyðpslu.
Verð kr. 7000  á þátttakenda, matur innifalinn.
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig sem fyrst í síma 433 7051 eða 433 7054 eins er hægt að skrá sig á netfangið vestskogar@vestskogar.is
banner1