Fréttir

11.07.2005

Samningur um tölvutæk landfræðileg gögn gerður við Loftmyndir ehf

Föstudaginn 8 júlí undirrituðu Jón Loftsson skógræktarstjóri og Örn Arnar Ingólfsson framkvæmdastjóri Loftmynda ehf samning um leiguafnot Skógræktar ríkisins á tölvutækum landfræðilegum gögnum í eigu Loftmynda ehf. Gögnin þekja stærsta hlutan af eignarlöndum Skógræktar ríksins samtals um 25.000 ha lands vítt og breitt um landið og er þetta fyrsti áfangi fyrir svæðin sem helst er unnið á í dag. Mikil vinna er í gangi hjá þróunarsviði S.r. að gera framkvæmdaráætlanir fyrir helstu þjóðskóga landsins á næstu 5 árum og eru góðar uppréttar loftmyndir þýðingarmikið verkfæri í því starfi.
banner4