Fréttir

05.07.2005

Endurbætur á aðstöðu fyrir ferðamenn í Vaglaskógi

Endurbætur hafa verið gerðar við aðstöðu fyrir ferðamenn í Vaglaskógi. Sett hafa verið niður 2 snyrtihús með rafmagni og sturtum, annað á tjald- og hjólhýsastæði syðst í skóginum og hitt við aðkomuplan hjá verslun. Einnig hafa verið settir upp rafmagnstenglar fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi á tjaldsvæðin á Flatagerði, syðst í skóginum. Þessum endurbótum hefur verið vel tekið af ferðafólki og ætti að gefa fólki tækifæri til að gista í og njóta skógarins lengra fram á haustið.
banner4