Fréttir

03.07.2005

Ársskýrsla Suðurlandsdeildar er komin út

Út er komin ársskýrsla Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins fyrir árið 2004. Í skýrslunni er lýst í máli og myndum störfum og verkefnum starfsfólks suðurlandsdeildar S.r. Starfssvæði Suðurlandsdeildar nær frá Þingvöllum í vestri og til Kirkjubæjarklausturs í austri. Samkvæmt nýlegri kortlagningu eru gróðursettir skógar í umsjón deildarinnar rúmir 2000 ha. Náttúrulegir birkiskógar eru þar til viðbótar tæpir 8.000 ha og umsjónar- og eignarlönd alls rúmir 17.000 ha.  Á meðal þeirra skóga sem undir deildina heyra eru Haukadalsskógur, Þjórsárdalsskógur, Þórsmörk, Tumastaðir og Múlakot. Hér að neðan má hlaða niður skýrslunni á pdf formi en þess skal getið að hún er nokkuð stór og gæti niðurhal tekið 10-20 mín. á hægari tengingum.
banner5