Fréttir

01.07.2005

Staða gróðursetninga og skýrsluskil

Gróðursetja má fram í miðjan júlí vegna hagstæðrar tíðar og áburðargjöf er leyfð út júlí.

Skil á gróðursetningarskýrslum er ennþá 4. júlí fyrir þá sem er búnir að planta. En fyrir þá sem eru enn að hefur skiladegi verið seinkað til 13. júlí og framlög vegna vorframkvæmda verða greidd fyrir 20. júlí.

Við hjá Héraðsskógum viljum hvetja bændur til að taka þær stóru plöntur sem þeim hefur verið úthlutað í Sólskógum, 30 stk á jörð. Um er að ræða stærri plöntur sem ætlaðar eru til prýðis kringum bæi eða í sérstaka lundi. Íslenski reyniviðurinn er bæði sterk og falleg planta og er tilvalið að taka hann og selju til að skreyta jaðra og/eða setja meðfram lækjum, plönturnar eru til afhendingar hjá Sólskógum í 24 gata bökkum, auk annara tegunda. Einnig er til nóg af stóru greni (berróta) hjá Sólskógum og lítersöspum sem ætlað er í grasgefin svæði, leyfilegt er að taka ótakmarkað magn af þeim á meðan plöntur endast. Hjá Barra er til rauðgreni og blágreni sem passar vel í innanum plöntun í eldri lerkigróðursetningar.

Af almennum tegundum er til ösp og elri hjá Sólskógum. Hjá Barra er til birki, lindifura og allar gerðir af greni.
banner2