Fréttir

11.06.2005

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Takið frá helgina 13.-15. ágúst!

 Félag skógarbænda á Norðurlandi verður gestgjafi á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda (LSE) sem haldinn verður í Húnavallaskóla dagana 13.-15. ágúst.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á laugardaginn farin kynnisferð í Blönduvirkjun þar sem fram hefur farið talsverð skógrækt á undanförnum árum.  Um kvöldið verður síðan skemmtidagskrá og hátíðarkvöldverður í umsjón heimamanna.

Á sunnudeginum verður m.a. boðið upp á ferðir í Gunnfríðarstaðaskóg og út í Hrútey.

Allir áhugamenn um skógrækt eru velkomnir og eru skógarbændur og félagsmenn í félagi skógarbænda sérstaklega hvattir til að fjölmenna á fundinn. 

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2004

haldinn í Húnavallaskóla 13.-15. ágúst 2004.

Dagskrá:

          Föstudagur 13. ágúst:

1.      Kl 16.00 Setning aðalfundar LSE

2.      Ávarp formanns LSE og skýrsla stjórnar lögð fram.

3.      Ávörp gesta

4.      Gjaldkeri leggur fram reikninga LSE fyrir árið 2003

5.      Umræður um skýrslu formanns og reikinga. Þeir afgreiddir.

6.      Tillögur lagðar fram og þeim vísað til nefnda.

7.      Fjárhagáætlun LSE fyrir árið 2004 lögð fram.

8.      Fræðsluerindi

9.      Skipað í nefndir

10.  Nefndastörf

11.  Kvöldmatur

12.  Nefndastörf 

Laugardagur 14. ágúst:

1.      Kl 09:00- 10:00.  Framhald nefndarstarfa

2.      Kl 10:00 - 12:00. Afgreiðsla nefndarálita og tillagna.

3.      Kl 12:00-  13:00. Matarhlé

4.      Kl 13:00 ? 13:30. Skýrsla formanns LSE og ávörp gesta.

5.      Kl 13:30 ? 14:00. Kosningar.               

6.      Kl 14:00 ? 14 :20. Önnur mál

7.      Kl 14:20 ? 14:30. Slit sjöunda aðalfundar LSE

8.      Kl 15:10  Kynnisferð í Blönduvirkjun. Stövarstjóri Bkönduvirkjunar ásamt umhverfisstjóra Landsvirkjunar tekur á móti gestum kl 16:00. Akstur þangað og þaðan í rútum.

9.      Kl 20:00  Árshátíð  LSE að Húnavöllum

Dagskrá ekki ákveðin en verður fjölbreytt með dans  á eftir.

Rútur sjá um akstur á gististaði.

            Sunnudagur 15. ágúst:

Kl 09:30        Morgunverður að Húnavöllum. Rútur sjá um akstur  þangað af gististöðum.

Kl 10:30  Skoðunarferð í Gunnfríðarstaðaskóg á eigin bílum. Leiðsögn kunnugra manna.

Kl  12:00 Farið til Blönduóss og  í heimsókn út í Hrútey. Eyjan sem er - opinn skógur-  skoðuð undir leiðsögn formanns Skógræktarfélags A-Hún.  Gestum boðið upp léttan hádegisverð á eynni eða ef veður er ekki hagstætt í kaffihúsinu Við árbakkann sem er örstutt þaðan.          
banner4