Fréttir

09.06.2005

Asparskógurinn í Gunnarsholti grisjaður

Nú stendur yfir grisjun á s.k. tilraunaskógi í Gunnarsholti sem er 14,5 ha asparskógur gróðursettur vorið 1990. Tilraunaskógurinn var gróðursettur með því markmiði að rannsaka hvernig veðurfar og vatnshringrás breyttust þegar skógur yxi upp á skóglausu landi, auk þess að kanna hvaða umhverfisþættir stjórna trjávexti á svæðinu. Einnig hefur verið fylgst með breytingum á gróðri og dýralífi í skóginum frá upphafi. Í upphafi voru gróðursettar 145 þús asparplöntur af klóninu Iðunni og var um 1 m á milli plantna. Í dag er skógurinn orðinn um 4-5 m hár á stórum svæðum og því allt of þéttur. Var ákveðið að grisja 80 % trjáa úr reitnum og skilja 2000 eftir á hverjum hektara lands í stað 10 þús. Þessi grisjun gerir eftirstandandi trjám kleyft að vaxa óhindrað næstu árin þar til grisja þarf næst. Tveir Írskir skógfræðinemar frá Dublin háskóla munu starfa við grisjunina næstu vikur, auk íslensks meistaranema í líffræði sem mun vinna að rannsóknum á grisjun aspa í skóginum í sumar.
banner2