Fréttir

04.06.2005

Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn eyðingu trjálunda á Þingvöllum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur 28.apríl 2004:

Gegn eyðingu trjálunda á Þingvöllum

Trjálundir furu-, greni- og aspartrjáa hafa nýlega verið felldir í friðlandi Þingvalla. Skv. 2. grein laga nr. 59/1928 um friðun Þingvalla: ?skal skógurinn og villidýralíf sem þar kann að geta þrifist vera algjörlega friðað?. Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur telur að óþarft og óbætanlegt skaðaverk hafi verið unnin með aðför að lífverum sem um áratugi hafa sett svip sinn á umhverfið, ekki hvað síst á vetrum þegar djúpgrænn litur sígrænna trjáa veitir umhverfi Þingvalla líf og fegurð. Fundurinn harmar að þeir sem eiga að gæta friðunar hafa brugðist á þann hátt sem ummerki í friðlandinu bera með sér.

Heimild: vefsíða Skógræktarfélags Reykjavíkur
banner2