Fréttir

19.05.2005

Fjölbreyttur erfðabanki úrvalsaspa

Mynd: Dagana 17.-19. maí fór fram gróðursetning á hluta ?erfðabanka? alaskaaspar á herfuðum lúpínubreiðum á Hvaleyrarholti, ofan Hafnarfjarðar. Erfðabankinn í Hvaleyrarholti er stofnaður  í samvinnu Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Á myndinni sést hluti flokksins sem gróðursetti plönturnar; frá vinstri: Kjartan Kjartansson, Karl S. Gunnarsson, Benjamín Davíðsson, Rakel Jónsdóttir og Valdimar Reynisson. Hin þrjú síðarnefndu eru nemar á skógræktarbraut Landbúnaðarháskóla Íslands.

Asparryð (Melampsora laricii-populina) hefur lengi verið til vandræða í asparrækt á meginlandi Evrópu. Sjúkdómurinn skaut þó fyrst upp kollinum hérlendis árið 1999, í görðum á Selfossi. Síðan hefur sjúkdómurinn borist um víða um land en tjóns af hans völdum hefur einkum gætt í görðum á sunnanverðu landinu. Í þeim görðum háttar oftast þannig til, að alaskaösp vex nærri lerkitrjám, en lerkitegundir eru einmitt millihýsill sjúkdómsins.  Skömmu eftir að sjúkdómurinn barst til landsins var ákveðið að hrinda þyrfti á stað rannsóknaáætlun á Rannsóknastöðinni á Mógilsá til að bregðast við þessum nýja vágesti.  Sú áætlun var í þremur meginþrepum.
· Fylgjast með útbreiðslu og skaðsemi sjúkdómsins.
· Kanna viðnám helstu asparklóna gegn þessum sjúkdómi og leita uppi klóna sem hefðu mikinn viðnámsþrótt gegn þessum sjúkdómi.
· Nýta þá klóna sem hefðu mikinn viðnámsþrótt til kynbóta.

Þessar rannsóknir hafa notið fjárstuðnings frá fjölda sveitarfélaga, RANNÍS, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Skógarsjóðnum.  Nú hefur þessum þremur meginþrepum verið lokið og vorið 2003 var framkvæmd víxlun með þremur klónum sem höfðu reynst hafa mikinn viðnámsþrótt gegn asparryði og sérvöldum úrvalsklónum sem höfðu að bera ýmsa aðra góða eiginleika; höfðu t.a.m. vaxið vel og áfallalaust á tiltölulega langri ævi.  Þessir úrvalsklónar voru flestir valdir á höfuðborgarsvæðinu.  Þar voru valin 8 tré sem höfðu vaxið áfallalaust helst frá því fyrir vorfrostið 1963 og höfðu aðra þá eiginleika sem æskilegir eru fyrir tré í garðrækt og skógrækt.  Að auki voru valin 4 tré í klónatilraunum Mógilsár (sem gróðursettar voru á árunum 1992-93), auk þeirra þriggja asparryðsþolnu klóna sem áður gat um. Með þessu verkefni er í raun verið að ?stokka upp spilin? í erfðamengi þeirra klóna sem fyrir eru í landinu og búa til fjölbreyttan safn ?nýrra? asparklóna. Úr því safni ættu að fást  klónar sem eru ryðþolnir og aðlagaðir veðurfari á þeim landsvæðum þar sem þeir verða í framtíðinni valdir. Slíkur efniviður mun nýtast á næstu árum til frekara úrvals, kynbóta og ræktunar alaskaaspar, jafnt í skógrækt sem garðrækt.
banner4