Fréttir

18.05.2005

Nýtt form á afhendingarseðlum

Í vor verður tekið í notkun nýtt form á afhendingarseðlum frá gróðrarstöðvum sem skógarbændur í Héraðsskógum og Austurlandsskógum fá plöntur frá.  Aftan á síðasta blaði afhendingarseðlanna, sem eru í þríriti, er gróðursetningarskýrsla þar sem ætlast er til að skráðar séu upplýsingar um þær plöntur sem skráðar eru á afhendingarseðilinn.  Mikilvægt er að í hvert skipti sem plöntur eru sóttar sé tekinn afhendingarseðill.  Þetta er gert til að auðvelda skráningu á gróðursetningum.  Þeir sem vilja skila rafrænt geta eftir sem áður sótt exelskjal á heimasíðu verkefnanna www.heradsskogar.is en þá þarf að skrá númer afhendingaseðils við hverja plöntun.  Önnur nýbreytni á gróðursetningaskýrslum er að gert er ráð fyrir að áburðargjöf sé skráð með gróðursetningu, því eru áburðarskýrslur óþarfar nema ef borið er á plöntur frá haustinu áður eða eldri gróðursetningar.  Jarðvinnslu þarf einnig að skrá sérstaklega.

Skráningarblöð má nálgast á vef Hérðasskóga www.heradsskogar.is undir eyðublöð og taxtar, en einnig er hægt að fá skráningablöð með faxi eða pósti. Framlög vegna vorframkvæmda verða greidd fyrir 20. júlí.
banner2