Fréttir

09.05.2005

Jarðvinnsla í Seyðisfirði

Á laugardaginn 7. maí hófst jarðvinnsla á jörðinni Sörlastöðum í Seyðisfirði. Frost er að mestu farið úr jörðu og það gekk nokkuð vel að jarðvinna. Skógarbóndi á Sörlastöðum er Halldór Vilhjálmsson, hann réð Steindór Einarsson á Viðastöðum til að sjá um jarðvinnsluna. Halldór stefnir á að gróðursetja 30 til 40 þúsund plöntur á þessu ári.
banner5