Fréttir

08.07.2010

Ársrit Skógræktar ríkisins er komið út

  • arsrit_SR_2009_forsida

Út er komið Ársrit Skógræktar ríkisins. Meðal efnis í Ársritinu að þessu sinni er umfjöllun um Hekluskógaverkefnið, viðarvöxt í Guttormslundi, skaðvalda í skógrækt, grisjun og sölu viðar, grenndarskóga í skólastarfi, listsýningu á Hallormsstað, kvæmatilraun með risalerki og kolefnishlutleysi Skógræktar ríkisins. Auk þess er fjallað um nokkur ný og spennandi verkefni, s.s. skógarhöggsvél á Stálpastöðum, vefinn rjupa.is, kurlkyndistöð á Hallormsstað og viðarnotkun við kísiliðnað.

Ársritið er selt í áskrift og kostar ársáskrift 2.000 kr. Hringdu í síma 470-2000 eða sendu tölvupóst á netfangið skogur[hjá]skogur.is, gefðu upp nafn, heimilisfang og kennitölu.


Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri
banner1