Fréttir

04.04.2005

"Samræður á milli menningarheima?. Ráðstefna í tilefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur

"Samræður á milli menningarheima?
- Ráðstefna í tilefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að í tilefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir 2ja daga veglegri alþjóðlegri ráðstefnu undir fyrirsögninni: "Samræður á milli menningarheima."

Fjöldi áhugaverðra erinda og málstofa verður í boði þar sem málefni sem frú Vigdís hefur látið sig sérstaklega annt um verða í forgrunni. Sjónum verður beint að fjölbreytileika menningar og tungumála, menntun og mannrækt, umhverfismálum, heilsurækt, efnahagslífi, stjórnmálum og tækniþróun.

Undirbúningur stendur nú sem hæst og nánari upplýsingar og skráningar eru á heimasíðu stofnunarinnar: http://www.vigdis.hi.is.

Ráðstefnan verður haldin dagana 14. og 15. apríl og er í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, Utanríkisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norrænu ráðherranefndina.

Síðasti dagur skráningar er 8. apríl, en þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður hvetjum við þig til þess að skrá þátttöku hið fyrsta og votta fyrrverandi forseta og hugðarefnum hennar virðingu með því að taka þátt í ráðstefnunni og samgleðjast henni í tilefni 75 ára afmælisins.

Heiðursnefnd skipa:

Hr. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hr. Richard von Weizsäcker, fyrrum forseti Vestur-Þýskalands,
hr. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra,
fr. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra,
hr. Davíð Oddsson utanríkisráðherra,
fr. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs,
fr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur,
hr. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri (1978-1990)
og hr. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar:

Lára Sólnes: larasol@hi.is
Sigfríður Gunnlaugsdóttir: sigfrid@hi.is
Inga Sólnes: inga@yourhost.is."

18/03/2005
Fréttatilkynning frá
Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands.


-Skráðu þig á póstlista á forsíðu skog.is og fáðu sendar helstu fréttir og upplýsingar um viðburði á vettvangi skógræktarhreyfingarinnar.

Heimild:  Heimasíða Skógræktarfélags Íslands, skog.is
banner3