Fréttir

10.04.2005

Vilt þú fara til Danmerkur á doktors- og meistaranemakúrs um hringrás kolefnis í ræktuðu landi?

Norræna samstarfsverkefnið um háskólakennslu í skóg- og landbúnaðarvistfræði ?Carbon Dynamics in Managed Terrestrial Ecosystems? auglýsir hér með eftir umsóknum í þriðja Norræna/Baltneska framhaldsnemakúrsinn sem það stendur fyrir. Alls hafa átta íslenskir námsmenn tekið þátt í fyrri kúrsum þessa ?háskólasamstarfs?. Kúrsinn heitir: ?The role of agricultural land in the management of carbon and GHG dynamics? og felthluti hans verður í Danmörku frá 31. júlí til 5. ágúst 2005.

Doktorsnemar hafa forgang, en mastersnemar og ?ungir og efnilegir? starfandi vísindamenn svo. Umsóknafrestur rennur út þann 13. maí 2005.

Upphihald og aðstaða í Danmörku er að fullu greidd af verkefninu. Hægt er að sækja um styrk frá verkefninu fyrir öllum ferðakostnaði til að komast á kúrsinn í Danmörku ? en líkurnar á að komast aukast ef menn geta fjármagnað ferðakostnaðinn eftir öðrum leiðum.

Nánari upplýsingar veitir íslenski skipuleggjandi þessa ?Norræna háskóla?, Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Sími: 893-6537 ? netfang: bjarni@skogur.is - Nánari upplýsingar og skráningarblað er einnig að finna á síðunni http://www-carbonsweden.slu.se/norfa/aktiv/2005/programme.html

 

Mynd. Fyrsti kúrsinn sem norræna háskólasamstarfið stóð að var haldinn á Íslandi (Reykjavík og Hallormsstað) haustið 2003. Sá kúrs fjallaði um áhrif nýskógræktar á kolefnisbindingu og líffræðilegan fjölbreytileika. Á myndinni má sjá kennara (t.v.) sýna nokkrum áhugasömum nemendum rannsóknatæki sem notuð eru til slíkra rannsókna.
banner1