Fréttir

17.04.2005

Bæklingurinn "Skjólbelti - vörn gegn vindi" kominn út

Fréttatilkynning. 

Smellið hérna til að ná í fréttatilkynninguna í heild sinni.

Skjólskógar á Vestfjörðum og Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá hafa gefið út íslenska þýðingu á 40 blaðsíðna riti um skjólbelti; Skjólbelti - vörn gegn vindi.


Upphaflega var ritið gefið út árið 2003 af ráðunautaþjónustu bandarísku skógstjórnarinnar  (Pacific Northwest Extension Publication) undir heitinu ?Trees against the Wind?.

Höfundar:


Donald P. Hanley, Phd.,CF, WSU Extension Forester, og


Gary Kuhn, MS., USDA-NRCS Agroforester.


Þýðendur: Magnús Rafnsson og Arnlín Óladóttir


Fagleg ráðgjöf: Guðmundur Halldórsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson.


Ritið er skrifað með aðstæður landbúnaðar í Norðvesturríkjum BNA í huga og fjallar það um hönnun, ræktun og viðhald vindbrjóta, skjólbeltakerfa og lifandi snjófangara. Það er athyglisvert að hér er einn þróaðasti og skilvirkasti landbúnaður veraldar að nýta sér kosti skjóllunda og skjólbelta, en það undirstrikar að skjólbeltafræðin eru síður en svo einskorðuð við smábúskap. Veðurfar á þessum slóðum er öfgakennt og erfitt trjágróðri, en jafnframt afar breytilegt innan og milli ríkja.Vetur eru fimbulkaldir og frost fer víða niður undir ?50°C. Með kuldanum fylgja gjarnan hvassir heimskautavindar sem blása snjó suður yfir slétturnar. Sumrin eru hins vegar víðast hvar heit og úrkomulítil. Skjólbeltarækt á þessum slóðum á sér langa sögu. Þær aðferðir sem lýst er í ritinu ættu að duga við fjölbreytilegar aðstæður, svo sem þær sem við búum við hér á landi. Ákveðið var að snara bæklingnum yfir á íslensku, án þess að staðfæra tegundaheiti eða aðlaga efni hans á annan hátt að íslenskum aðstæðum. Þannig geta lesendur kynnt sér þau vandamál sem við er að etja vestan hafs og hvernig brugðist er við þeim, enda bæði vandamálin og lausnirnar alþjóðlegar.

Ritið kostar 1.000 kr. og er til sölu hjá Skjólskógum, aðalstræti 26, 470 Þingeyri.


Pöntunarsími 456-8201, eða með tölvupósti skjolskogar@netos.is
banner1