Fréttir

20.04.2005

Björgun birkitorfunnar

Nemendur á líffræðibrautum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólanum á Laugarvatni komu í Þjórsárdal s.l. þriðjudag til að bjarga síðustu birkitorfunni sem eftir er um miðbik Þjórsárdals. Klipptu nemendurnir græðlinga af gul- og loðvíði sem þau stungu í næsta nágrenni við rofabarðið. Auk þess gróðursettu þau reynivið og birki, sáðu grasfræi og báru áburð á. Að loknu góðu dagsverki var sest að snæðingi í kjarrinu í Sandártungu, eldað ketilkaffi og bakað brauð yfir eldi. Er þetta hluti af samstarfsverkefni Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Suðurlandsskóga við framhaldsskólana. Skógræktin þakkar nemendum fyrir vel unnin störf þennan fallega vordag.
banner4