Fréttir

09.03.2005

Tilboð í grisjun

Héraðskógar fyrir hönd ábúenda á Gunnlaugsstöðum leita eftir tilboði í grisjun á lerkiskógi á Gunnlaugsstöðum. Um er að ræða 3,35 ha. svæði. Meðaltalsbolrúmmál er 30 - 36 lítra. Þéttleiki fyrir grisjun er 2200- 3200 tré/ha.

Verklýsing
Grisja skal þannig að eftir grisjun skulu að jafnaði standa 1500 tré á hektara á svæðinu ofan vegar en 1200 tré á hektara á svæðinu neðan vegar.
Afkvista skal allt efni sem er lengra en 2 metrar og 5 sentimetrar í toppþvermál eða sverara. Afkvistun greina skal vera slétt við bol. Saga skal eins nærri jörð og unnt er.  Öll tré skal fella að vegi og draga þau saman í búnt eftir spilrásum.

Verklok
Grisjun skal vera lokið 30. apríl.

Óskað er eftir sértilboði í útdrátt.

Tilboðum skal skila til skrifstofu Héraðsskóga fyrir 18 mars.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Allar nánari upplýsingar gefur Sigbjörn s. 471 2184 sigbjorn@skogur.is

banner2