Fréttir

02.02.2005

Skógardagurinn mikli í júní

Félag skógarbænda á Héraði hefur ákveðið að blása til mikillar skógarhátíðar laugardaginn 25. júní næstkomandi. Jónsmessan er um þetta leyti og því lengsti laugardagur ársins.

Þennan dag ætla skógarbændur að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem þeir standa fyrir á Héraði, kynntar verða allskyns hefðbundnar og óhefðbundar skógarafurðir, boðið verður upp á skemmtun af ýmsu tagi og keppt í hinum ýmsu greinum sem tengjast starfinu.

Dagurinn hefur vinnuheitið Skógardagurinn mikli og um leið og kynnt verður það sem skógarbændur eru að gera í dag, verður höfðað til áralangrar sögu skógræktar á Héraði.

Markmiðið er að hér verði um árvissan skógardag að ræða og metnaður skógarbændanna er mikill og stefnt að stórhátíð með fjölda gesta og miklu fjöri. Því er vissara að merkja strax við 25. júní á dagatalinu!
banner4