Fréttir

01.02.2005

Gróðursetnigar á Héraði 2004

Heldur meira var gróðursett heldur en árið á undan eða um 989 þúsund plöntur (þ.m.t. Skjólbelti). Það er þó minna en mörg undangengin ár. Lang mest var gróðusett í vorgróðursetningu eða um 864 þúsund plöntur, um 77 þúsund plöntum var plantað um haustið og 48 þúsund plöntur voru greiddar árið 2004 þó þeim hafi verið plantað haustið 2003.

Þetta árið voru Skriðdælingar duglegastir að planta, þeir plöntuðu nokkrum plöntum meira en Tungubúar sem voru afköstuðu mestu 2003. Það vekur athygli að á Völlum er gróðusettning ársins mun minni en verið hefur, en á Völlum er sem kunnugt er Mekka íslenskrar skógræktar.
banner1