Fréttir

28.01.2005

Grisjun

Sextán skógarbændur sóttu um að fá fjármagn til grisjunar á jörðum sínum í ár. Starfsmenn Héraðsskóga hafa verið að taka út þessar jarðir og meta grisjunar þörfina og þá forgangsraða, jörðunum eftir grisjunar þörf.

Þau svæði sem munu vera sett í forgang eru þar sem skógur er hæstur og þéttastur. Sérstaklega þeir skógarreitir þar sem þéttleiki á lerki er um 3000 tré/ha og þar yfir, þar sem yfirhæð er 4m. ? 5m. Hagkvæmt er að jafna bil trjáa í þessum reitum og fækka trjám niður í 1500 til 1800 tré/ha. Þessa reiti er yfirleitt hægt að grisja með kjarrsög.
banner2