Fréttir

20.01.2005

Lítt þekktur fundarstaður skóglendis á Sprengisandi

Jóhann Björgvinsson skrifar athyglisverða ferðasögu á vefsíðu Eyjafjarðardeildar 4x4 http://www.simnet.is/ggi/YtraFljotsgil/YtraFljotsgil.htm Þar segir hann frá ferð í Ytra-Fljótsgil, sem er upp með Skjálfandafljóti sunnan Kiðagils (ca. þar sem X er á meðfylgjandi korti).  Þar er m.a. að finna leyfar birkiskóglendis sem skv. lýsingu og myndum er býsna heillegt þótt ekki sé það stórt um sig né trén há í loftinu.  Sérstaka athygli vekja reyniviðarhríslur tvær, en þetta er hugsanlega hæsti fundarstaður reyniviðar.

Haft var samband við Hörð Kristinnsson grasafræðing og kannaðist hann við staðinn, fór eitt sinn þangað vegna ábendingar frá Steindóri Steindórssyni.  Þetta er því ekki nýr fundarstaður birkiskóglendis, þótt fáir viti reyndar af honum. 

Skóglendið er í árgili Skjálfandafljóts, vestan fljóts og sunnan Kiðagils og er því innan marka Sprengisands.

 

ÞE
banner1