Fréttir

14.01.2005

Gífurlega miklir skógarskaðar af völdum fárviðrisins um síðustu helgi

Morgunblaðið 12. janúar 2005:

Fallin tré í Svíþjóð svara til fjögurra ára skógarhöggs

Stokkhólmi, Riga, Dyflinni. AFP.

FÁRVIÐRIÐ, sem geisaði í Norður-Evrópu um síðustu helgi, olli gífurlegum skógarsköðum í Svíþjóð Eystrasaltslöndum, þeim mestu að minnsta kosti 100 ár. Í Svíþjóð svara trén, sem féllu, til fjögurra skógarhöggs.  Samtök skógareigenda í Svíþjóð áætla, að veðrið hafi fellt 60 milljónir rúmmetra af viði og sumir litlir skógarbændur sáu næstum allan sinn skóg leggjast út af. Er skaðinn metinn á allt að 276 milljarða ísl. kr. hætta er á, að hundruð smárra ótryggðra skógarbænda verði gjaldþrota. Um 60% allra skógarbænda eru tryggð fyrir náttúruhamförum en 40% aðeins fyrir skógareldum. Miklir skaðar urðu einnig í Eistlandi og enn meiri í Lettlandi og ljóst er, að mikið af timbrinu mun fara til pappírsgerðar en þá fæst helmingi minna fyrir það en sögunarmyllurnar greiða. Hvort sem er, þá er talið, að tímabundið offramboð á timbri muni valda verðlækkun á næstunni.

 

Einna mestu skógarskaðarnir í ofsaveðrinu um síðustu helgi urðu á Norður-Skáni en þar liggja nú heilu skógarteigarnir flatir. Sömu sjón er að sjá víða í Eystrasaltslöndunum, til dæmis í Eistlandi og Lettlandi.  (Mynd:SCANPIX/Lars Ottosson)

 

Óvenjulegt veðurfar

Eftir veðrið um helgina voru enn í gær tugþúsundir manna án rafmagns í Svíþjóð og Lettlandi en þar hefur verið óvenju heitt í veðri. Það, sem af er janúar, hefur hitinn verið 11?12 gráðum hærri en til jafnaðar á þessum árstíma. Ofsaveður var í gær á Írlandi og Skotlandi. Í Londonderry lést maður er bíll hans fauk út af brú.
banner3