Fréttir

07.01.2005

Ráðstefna um áhrif nýskógræktar

AFFORNORD

Ráðstefna um áhrif nýskógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og byggðarþróun.

 ATHUGIÐ, SKILAFRESTUR ÚTDRÁTTA ER 15. JANÚAR 2005

 Rannsóknastöð skógræktar, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands kynna alþjóðlega ráðstefnu um áhrif nýskógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og byggðaþróun sem haldin verður í Reykholti dagana 18.-22. júní 2005.

 Ráðstefnan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á áhrifum nýskógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og byggðarþróun. Á þessu stigi er þó einkum leitað til vísindamanna á ofangreindum fræðasviðum, auk þeirra sem fara með stefnumótun, mennta- og skipulagsmál sem varða efni ráðstefnunnar. Þarna gefst slíkum aðilum einstakt tækifæri til að kynna sín mál.

 Á ráðstefnunni verða flutt yfirlitserindi um hvert svið af valinkunnum erlendum fræðimönnum , auk styttri erinda (20 mín) og veggspjalda frá öðrum þátttakendum.  Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að halda erindi eða kynna veggspjöld að senda útdrætti til Eddu Oddsdóttur, edda@skogur.is fyrir 15.janúar 2005. Undirbúningsnefnd mun síðan velja fyrirlesara úr innsendum útdráttum, en allir aðrir fá að kynna sín mál á veggspjöldum. Frekari upplýsingar um dagskrá, útdrætti og skráningu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar http://www.skogur.is/page/affornord.
banner1