Fréttir

30.04.2007

Tvö ný skógræktarfrímerki

  • frett_30042007_1

Þann 20. apríl s.l. komu út tvö frímerki í tilefni af 100 ára afmæli Skógræktar ríkisins.  Þau eru afskaplega falleg og sýna laufblöð birkis að vori og reyniviðar að hausti. Myndirnar tók Hrafn Óskarson á Tumastöðum.

Fyrir tveimur árum síðan kom út frímerki í tilefni af aldarfriðun Hallormsstaðaskógar sem sýndi sumarmynd í lerkiskógi og á næsta ári kemur út frímerki í tilefni 100 ára friðunar Vaglaskógar sem sýna mun vetrarmynd í greniskógi. Þessi frímerki fjögur verða síðan gefin út saman í smáörk og verða til mynningar um aldarafmælin öll sem við erum að halda uppá þessi árin. Tugir þúsunda frímerkjasafnara munu síðan njóta þeirra um ókomin ár og eru þau því einhver besta auglýsing fyrir skógrækt sem hægt er að fá.
banner1