Fréttir

18.04.2007

Vorverkin í fullum gangi

  • frett_18042007_1

Eitt af vorverknunum í Þjóðskógunum er að klippa trjágróður frá skógarstígum. Þegar trén hækka verður þetta óvinnandi vegur með venjulegum handverkfærum og því nauðsyn að stórvirkari vinnuvélum. Í vikunni mætti Davíð Örn Ingvason verktaki á Tumastaði  í Fljótshlíð og klippti til trjágöng og skjólbelti á staðnum. Davíð á afar góða skjólbeltasög sem búin er þremur hjólsagarblöðum. Getur sögin sagað sverar trjágreinar í sundur án þess að valda frekari skemmdum á trjánum, en klippur vilja merja sverustu greinarnar. Nær Davíð að klippa trjábelti upp í 8-10 m hæð. Sögin hentar einnig vel í klippingu á grennri greinum og til að klippa niður víðibelti.

 

Meðfylgjandi myndir tók Hrafn Óskarsson
banner5