Fréttir

06.12.2004

Sækja sér jólatré í Ásbyrgi

Í fréttum ríkissútvarpsins fjallað um skógrækt í þjóðgarðinum í Ásbyrgi og nýstálegum aðferðum við grisjun sem þar eru notaðar.

Um næstu helgi býðst Keldhverfingum og nærsveitungum þeirra að sækja sér jólatré í Ábyrgi. Þar er urmull af trjám og nóg að höggva.

Um nokkurra ára skeið hafa skógarverðir í Ásbyrgi grisjað skógarlundina þar og selt afraksturinn fyrir jólin. Nú hefur verið brugðið á nýtt ráð, þ.e. að bjóða fólki að koma með amboð sín og sækja sér sjálft tré til að hafa hjá sér um hátíðarnar. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum segir að nokkur þúsund tré séu í Ásbyrgi en ekki verði felldir nema nokkrir tugir.

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður: Þetta er fyrst og fremst rauðgreni sem að nýtist sem jólatré fyrir okkur, en það eru reyndar nokkuð margar aðrar tegundir þar líka, en það er fyrst og fremst rauðgreni sem við erum að hugsa um.

Broddi Broddason: Hvað eru þetta stór tré sem felld eru?

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir: Ja, fólk náttúrulega er oft að leita að trjám á bilinu 1 til 2 metrar og nú stundum er nú kannski ekkert rosalega mikið af trjám á því bilinu, en þá er líka hægt að taka stærri tré o taka ofan af þeim, það er gert líka.

Broddi: Og þá er toppurinn notaður í tré og greinarnar til skrauts sem neðar standa?

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir: Já, til dæmis, til dæmis.

Broddi: Nú hafið þið verið að grisja tré að hausti núna fyrir jólin og selt, en núna í fyrsta sinn hleypið þið fólkinu inn með sagirnar sínar. Hvert fara þessi tré, koma menn víða að til þess að sækja sér Ásbyrgistré?

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir: Ég bara veit það ekki. Við auglýstum þetta hérna á svæðinu í Öxarfirði og Kelduhverfi og það er reyndar Skógrækt ríkisins sem að hefur umsjón með þessum skógi og það er hún sem hefur tekið þessi tré og selt fyrir jólin, en hún hefur ekki gert það núna í nokkur ár og það varð svona að samkomulagi milli okkar að við myndum prófa þetta núna í staðinn. Og þá hafa þau fyrst og fremst verið seld hérna á svæðinu, þessi tré sem hafa verið tekin.

Broddi: Og koma menn með sín eigin verkfæri til að fella tré?

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir: Já, núna, við gerum það, en við verðum líka með sagir ef fólk hefur ekki sagir.
banner1