Fréttir

08.12.2004

Sprotaveiðar 2004

Eftir langt og gott sumar lék grunur á að víða í görðum, skógum og skjólbeltum landsins kynnu að leynast óvenjulangir árssprotar á ýmsum trjátegundum.  Því var kallað eftir mælingum.  Ekki er hægt að segja að margir hafi svarað kallinu, en aðeins 9 mælingamenn sendu tölur og flestir þeirra af fáum tegundum.  Það er því mjög sennilegt að finna megi lengri árssprota en hér eru skráðir.

Lengsti sprotinn var mældur á Tumastöðum af Hreini Óskarssyni og var sá á alaskavíðiklóninum Beinteini: 275 cm.  Þá mældi Gaukur Hjartarson ársvöxt upp á 230 cm á klóninum Gústu á Húsavík.  Væntanlega eru báðir þessir sprotar á nýklipptum plöntum og því hálfgert plat.

Myndin er af lengsta sitkagrenisprotanum, sem fannst á jörðu niðri eftir að hafa brotnað af tré í hvassviðri. Ekki er vitað til þess að lengri sitkagrenisproti hafi mælst hérlendis, sem sagt Íslandsmet.  (Mynd: Hrafn Óskarsson).


Á helstu trjátegundum sem hér eru ræktaðar mældust lengstu sprotar sem hér segir:

 • Sitkagreni á Tumastöðum ? 108 cm, mælingamaður Hrafn Óskarsson
 • Alaskaösp ?Hallormur? á Höfða ? 104 cm, Þröstur Eysteinsson
 • Sitkabastarður ?Lýsishóll? á Hallormsstað ? 103 cm, Þór Þorfinnsson
 • Rússalerki ?Östteg? á Höfða ? 93 cm, Þröstur Eysteinsson
 • Blágreni ?Rio Grande? á Hallormsstað ? 90 cm, Þór Þorfinnsson
 • Ilmbirki ?Embla? að Lækjarbotnum ? 80 cm, Helgi Hjartarson
 • Stafafura í Hellisskógi  ? 80 cm, Hreinn Óskarsson
 • Stafafura á Hallormsstað ? 80 cm, Þór Þorfinnsson
 • Reyniviður á Höfða ? 76 cm, Þröstur Eysteinsson
 • Evrópulerki á Höfða ? 76 cm, Þröstur Eysteinsson
 • Rauðgreni ?Hemnes? á Hallormsstað ? 73 cm, Þór Þorfinnsson

 Til gamans má bæta við þremur tegundum sem eru sjaldgæfar í ræktun hérlendis en gefa hinum greinilega lítið eftir:

 • Hlynur (Acer pseudoplatanus) á Höfða ? 72 cm, Þröstur Eysteinsson
 • Eik (Quercus robur) á Miðhúsum ? 65 cm, Agnes Brá Birgisdóttir
 • Blæösp (Populus tremula) á Hallormsstað ? 65 cm, Þröstur Eysteinsson
 • Snælenja (Nothofagus antarctica) á Húsavík ? 64 cm, Þröstur Eysteinsson

 Bjarki Kjartansson var sá sem skilaði langflestum mælingum og voru þær frá tveimur svæðum; við Hagavatn í 340 m h.y.s. og við Reynisvatn í 80 m h.y.s.  Við Hagavatn var eingöngu mælt rússalerki og reyndist lengsti sprotinn vera 42,5 cm en meðallengd allra mældra sprota var 27,6 cm (ekki sem verst í þessari hæð).  Lengsti rússalerkisprotinn við Reynisvatn var 66 cm, en þar voru flestir sprotar mun styttri og meðallengd 25,2 cm, þ.e. rúmum 2 cm styttri en við Hagavatn!  Við Reynisvatn vex stafafura þó talsvert betur en lerki.

 ÞE
banner2