Fréttir

14.12.2004

Vetrarstemmning í Haukadal

Á þessum árstíma er oft fallegt í þjóðskógunum. Þó umhleypingar hafi verið í byggð snjóar oft í þjóðskógunum enda er þá yfirleitt að finna í uppsveitum. Síðastliðna helgi ríkti mikil vetrarstemmning í Haukadal í Biskupstungum enda hafði snjóað drjúgt dagana á undan. Þeir fjölmörgu sem lögðu leið sína í skóginn um helgina til að ná sér í jólatré nutu góðs af.

Allir eru velkomnir í Þjóðskógana allan ársins hring og nú yfir hátíðirnar er tilvalið að skeppa út í skóg og taka með sér gönguskíðin. Ágætar brautir eru um skógana og yfirleitt helst snjórinn mun lengur í skjóli trjánna.

Velkomin í þjóðskógana!
banner2