Fréttir

17.12.2004

Héraðsskógar ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra

Héraðsskógar hafa ráðið Agnesi Brá Birgisdóttir í stöðu verkefnastjóra en alls sóttu fimm um stöðuna þegar hún var auglýst. Umsækjendum er þakkað fyrir áhuga á starfi Héraðsskóga og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Agnes Brá hefur unnið hjá Héraðsskógum af og til síðan 1995 ásamt því að hafa starfað hjá fleiri landshlutabundnum skógræktarverkefnum. Hún þekkir því vel til slíkra starfsemi og ekki síst á Austurlandi.

Agnes Brá er fædd á Egilsstöðum 1975 og ólst upp á Akranesi og Neskaupstað.
Lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands jólin 1994. Lauk námi frá Garðyrkjuskóla ríkisins af umhverfis- og náttúruverndarbraut 1998 og Bachelorgráðu í Skog, miljø og industri frá Landbúnadarháskólanum á Ási, Noregi 2003.
Agnes Brá líkur mastersnámi í skógfræði vorið 2005, frá Norges landbrukshøgskole.
banner4