Fréttir

11.11.2004

Haustgróðursetning

Haustgróðursetningum er nú lokið hjá skógarbændum á Héraði og Fjörðum.

Bændur á Héraði hafa gróðursett nokkuð minna en reikað var með nú í haust eða um 80.000. plöntur og hafa því verið gróðursettar um 970.000 plöntur á þessu ári af 50 bændum á Héraði.

Á Fjörðum voru gróðursettar um 60.000 pl nú í haust eða um 160.000 plöntur á þessu ári af 15 bændum.

Við minnum þá bændur sem enn eiga eftir að skila skýrlum vegna gróðursetninga eða annara framkvæmda að koma þeim á skrifstofu við fyrsta tækifæri.

Námskeið í Grænni skógar verður haldið í Kirkjusmiðjunni á Reyðarfirði nú um helgina. Námskeiðið ber yfirskriftina Val á trjátegundum. Það verða þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsár og Lárus Heiðarsson skógræktarráðunautur Skógræktar ríkisins sem verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Þrjátíu skógarbændur eru þátttakendur á námskeiðinu.
banner3