Fréttir

01.11.2004

Skógfræðingur

Héraðsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf. 

Starfið:
Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi starfsumhverfi. Starfið felst í ráðgjöf, áætlanagerð, eftirliti og fræðslu til þeirra aðila sem stunda nytjaskógrækt á Austurlandi. Starfinu fylgir ábyrgð og sjálfstæði.

Gerð er krafa um:
Háskólamenntun í skógfræði.
Reynslu af kortlagningu og áætlanagerð í skógrækt.
Skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
Góða almenna tölvukunnáttu og þekkingu á landupplýsingakerfum.
Að umsækjandi geti unnið sjálfstætt en ekki síður vera hæfur til að stjórna og taka þátt í hópverkefnum.
Færni í ensku og einu norðurlandamáli.

Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á starfssvæði Héraðsskóga/Austurlandsskóga

Krafa er gerð um að umsækjandi verði búsettur á svæðinu. 

Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila á skrifstofu Héraðsskóga, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir fyrir 15. nóvember næstkomandi. Upphaf starfs samkvæmt nánara samkomulagi.

Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri, Guðmundur Ólafsson, í síma: 471-2184.

Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi Héraðsskóga/Austurlandsskóga á heimasíðu verkefnanna www.heradsskogar.is
banner3