Fréttir

13.10.2004

Skógrækt í Njarðvík

Þann 12.okt.  hófst gróðursetning í Njarðvík.  Magnús Þorsteinsson sveitarstjóri og bóndi að Höfn í Borgarfirði-eystri gerði samning um skógrækt á 22 ha. landi sem hann á í Njarðvík í sömu sveit.  Í sumar vann Magnús að því að girða leggja slóðir um skógræktar landið. 

Girt var um 2 km. löng fimm strengja rafmagnsgirðing og vann Eiríkur Sigfússon á Staffelli það verk.  Skógarþjónusta Lofts Þórs Jónssonar, Skógráð ehf., hefur hafist handa við að kortleggja svæðið og gera skógræktaáætlun. 

Þann 12. október var fyrstu plöntunum plantað en þar var um að ræðar 134 plöntur af rússalerki, 80 plöntur af lindifuru og 360 plöntur af sitkagreni.
banner4