Fréttir

25.10.2004

Blöndalshátíð

Til starfsfólks Skógræktar ríkisins

Skógrækt ríkisins býður starfsfólki sínu á ráðstefnuna "Þetta getur Ísland" 6. nóvember n.k.  Innifalið er flug til og frá Egilsstöðum fyrir starfsfólk á Suður- og Vesturlandi, ráðstefnugjald, kvöldverður og gisting.  Hvorki verða greiddir dagpeningar né yfirvinna, en fyrirlesarar úr röðum Skógræktar ríkisins fá greidda yfirvinnu skv. aðlögunarsamningi.

Reikningar verða greiddir af aðalskrifstofu.

Starfsfólk (líka fyrirlesarar) bókar sig sjálft á ráðstefnuna og í gistingu.  Tilkynna þarf til aðalskrifstofu ( vala@skogur.is ) hvar gisting sé bókuð svo hægt sé að staðfesta við hvert hótel fyrir hvern eigi að senda reikning á aðalskrifstofu.

Bókun í flug:  Hver starfsmaður sem ætlar að fljúga til og frá Egilsstöðum sendi upplýsingar um flugtíma til Völu fyrir lok dags miðvikudaginn 27. okt.  Vala bókar flug og sendir staðfestingu.

Því miður getur skógrækt ríkisins ekki boðið mökum.
banner1