Fréttir

25.10.2004

Skógarhöggskonur

Miðvikudaginn 20. okt. fóru fimm bændur sem stunda fjarnám við bændadeild LBH, út í skóg til að æfa skógarhögg. Svo vildi til að í þessum hópi voru eingöngu konur. Æfingin fór fram í næsta nágrenni við Hvanneyri í skógi Skógræktar ríkisins á Stálpastöðum í Skorradal. Enda óvíða betri aðstaða til útikennslu í skógrækt.

Landbúnaðarháskólinn og Vesturlandsdeild Skógræktar ríkisins eiga með sér samstarf um verklega kennslu skógræktarnema á báðum skólastigum skólans. Leiðbeinendur voru Friðrik Aspelund frá LBH og Sævar Hreiðarsson frá Skógræktinni.

Fjarnemarnir Kristrún Snorradóttir Laxeyri, Hildur María Hilmarsdóttir Spóastöðum, Rósa Jósepsdóttir Fjarðarhorni, Anna Berglind Halldórsdóttir Magnússkógum og Rebekka Eiríksdóttir Stað, á leið heim eftir velheppnaða grisjun í 15 m háum skógi á Stálpastöðum í Skorradal.

heimild: hvanneyri.is
banner4