Fréttir

24.10.2004

"Að sjá þessar gróðurbreiður á þessari eyðimörk!" - lofar Guð fyrir lúpínuna

Biskup lofar Guð fyrir lúpínuna.

Úr viðtali Guðna Einarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, við Sigurbjörn Einarsson biskup, þar sem hann lýsir ferðum fyrri tíma yfir Mýrdalssand (Mbl., sunnudaginn 24. október 2004)

"Þótt ég fari um bláan dal?. Mynd: Brynjar Gauti/Mbl

Sigurbjörn minnist þess þegar hann fór fyrst í bíl yfir Mýrdalssand. ?Maður lifði svo mikið að tosast á hesti yfir þessa gífurlegu auðn, klukkutíma eftir klukkutíma. Þó að ekkert kæmi fyrir. Ég var aldrei að vetrarlagi þarna á ferð. En það var ekkert gaman að lenda þarna í byljum, ég tala ekki um í sandbyljum sem voru herfilegir bæði fyrir menn og skepnur. Það eru sumir að agnúast út í lúpínur og aðrar innfluttar jurtir. Ég lofa Guð fyrir lúpínu og beringspuntinn þegar ég fer um Sólheimasand og Mýrdalssand. Að sjá þessar gróðurbreiður á þessari eyðimörk! Það er dásamlegt. Og að vita að þessar jurtir hefta sandfokið. Það eru fáir nú sem vita hvað það er að lenda í sandfoki og gera sér grein fyrir hvað sandurinn er ægilegt eyðingarafl. Það vitum við sem ólumst upp þarna. Sandurinn vofði yfir byggðinni. Meðalland til dæmis - skömmu fyrir mitt minni fór fjöldi jarða í sand. Sumar bestu og blómlegustu jarðirnar í sveitinni fóru ýmist undir hraun eða undir sand."
banner1