Fréttir

24.09.2004

Gagnagrunnur um norrænar langtímarannsóknir í skógrækt

NOLTFOX er samstarf norrænna stofnanna sem stunda skógræktarrannsóknir.  NOLTFOX stendur fyrir Nordic Database for Long-Term Forest Experiments, norrænn gagnagrunnur langtímarannsókna í skógrækt.  Gagnagrunninn er að finna á vefsíðunni:  http://noltfox.metla.fi

Síðan hefur að geyma grunnupplýsingar um skógrækt og rannsóknir á Norðurlöndunum fimm, Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.  Leitarvél gerir mögulegt að finna rannsóknir með leitarorðum og það er hægt að hlaða niður upplýsingum á Excel skjali.

Dæmi:  Á síðunni er að finna 1273 tilraunir með Rauðgreni á Norðurlöndunum þar sem grisjun, vöxtur og uppskera er viðfangsefnið.
banner3