Fréttir

20.09.2004

Af eik á Íslandi

Þrátt fyrir að eik sé ekki þekkt í ræktun á Íslandi almennt talið, þá er að finna dæmi um nokkur einstök tré sem leynast.  Vitað er um þroskavænlega eik, um 1 meter á hæð við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði, sem vaxin er upp af fræi frá suður Finnlandi.  Einnig er dæmi um eik, finnskar og norskar í einkalandi austur í Ölfusi, sem vaxið hafa nokkuð áfallalaust í 4-5 ár.  Á Hallormsstað vex eik sem er að nálgast fertugt og er hún runnkennd og kræklótt og verður fyrir haustkali.  Á Mógilsá var lengi að finna eik sem óx í hnéhæð og dó á endanum fyrir nokkrum árum, orðin ofvernduð af ræktendum sínum og næsta nágrenni.

Á Akureyri er að finna merkilega eik í við Hafnarstræti, í garði Jóns Hilmars Magnússonar.  Hann segir hana vera ættaða frá mið-Evrópu, en nákvæmur uppruni er ekki vitaður.  Eik þessi hefur vaxið áfallalítið í 30 ár og hlýtur að teljast vel beinvaxinn.  Eikin er eitthvað á fimmta metra.  Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Sr. skoðaði þessa merku eik og tók meðfylgjandi mynd.  Fer fáum sögum af myndarlegri eik á Íslandi. 

 

Í meðfylgjandi bæklingi frá N-Skotlandi er að finna leiðbeiningar um söfnun, geymslu og sáningu trjáfræs, m.a. vetrareikar og sumareikar.

http://www.nhft.org.uk/growing%20trees%20from%20seed.pdf

 Þeir sem þetta lesa og geta sagt fleiri sögur af eik á Íslandi mega gjarnan senda myndir og frásögur á netfangið: kalli@skogur.isbanner4