Fréttir

15.09.2004

Skógrækt burðarás í iðnaði í Skandinavíu

Í nýjasta tölublaði fréttarits Norræna fjárfestingabankans, Bulletin, er þar komist að þeirri niðurstöðu að skógrækt sé burðarás í sænskum, finnskum og norskum iðnaði.

Fram kemur á heimasíðu Norðurlandaráðs að fjórðungur af öllum útflutningi í Finnlandi byggir á skógrækt og nær helmingur allrar pappírs- og pappaframleiðslu í Vestur-Evrópu sé nú í eigu Norðurlandanna.

Fram kemur í leiðara tímaritsins, sem Jón Sigurðsson, bankastjóri, skrifar, að stór hluti útistandandi lána Norræna fjárfestingabankans sé lán til skógræktar. Árið 2003 var þetta hlutfall 10% af öllum lánum sem stofnunin veitti.

Jón bendir á að breytingar í lánaviðskiptum bankans séu í samræmi við markmið bankans um að auka sjálfbæran efnahagsvöxt. Breytingar sem orðið hafi í skógrækt, endurspeglist í fjármögnun Norræna fjárfestingabankans .

Heimild: www.mbl.is
banner2