Fréttir

08.09.2004

Mógilsá er orðin "LEONARDO stofnun?

Nýlega hlaut Mógilsá þann heiður að vera samþykkt sem gildur staður (partner) fyrir erlendra námsmenn til að hljóta starfsþjálfun í gegnum LEONARDO háskólaskiptinemakerfi Evrópubandalagsins. Fyrsti háskólaneminn hefur þegar hafið þjálfun hjá Rannsóknastöðinni á Mógilsá, undir umsjá Bjarna Diðriks Sigurðssonar, skógvistfræðings. Hún heitir Mona-Maria Brinker og leggur stund á umhverfis og skógfræðinám við hinn fornfræga skógræktar-háskóla í Eberswalde í fyrrum Austur-Þýskalandi. Móna sinnir einkum rannsóknum fyrir rannsóknaverkefnið SKÓGVIST (www.skogur.is/page/icewoods) og Norræna öndvegissetrið um kolefnisrannsóknir (www.necc.nu) og dvelur að þeim sökum í Hallormsstað út október. Starfsaðstaða hennar mun síðan færast yfir á Mógilsá og hún mun búa í gestahúsi Mógilsár fram á næsta ár. Móna starfar hjá Rannsóknastöðinni í samtals sex mánuði á kostnað LEONARDO skiptikerfisins.
banner4