Fréttir

01.09.2004

Met á met ofan í ár!

Hitamet hafa víða fallið þetta sumarið.  Allt útlit er fyrir það að það verði ekki bara hitamet sem falla því tré vaxa sem aldrei fyrr.  Í tilefni þessa mikla vaxtar hefur Þröstur Eysteinsson, þróunarstjóri Skógræktar ríkisins, sett af stað leitina að lengsta vaxtarsprotanum.  Öll hjálp við leitina er vel þegin en hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar ásamt netfangi Þrastar.  Þá er bara að þrífa upp tommustokkinn, skunda í skóginn - eða bara út á lóð - og finna lengsta vaxtarsprotann. 

 

  1. Mælingar verða að vera beinar, þ.e.a.s. með tommustokk, málbandi eða mælistöng (ekki suunto).  Þetta ætti að vera gerlegt því lengstu sprotar eru oftast á ungum trjám og því innan seilingar. 
  2. Skráð verði staður, tegund, kvæmi/klónn, lengd toppsprota og athugasemdir ef einhverjar eru.  
  3. Leitað er eftir mælingum á sem flestum trjátegundum (líka þeim sem vaxa ekki hratt) 

Senda þessar upplýsingar til throstur@skogur.is sem tekur þær saman og birtir niðurstöður.  

Frestur til að skila mælingum er til októberloka.  

Hér eru dæmu um mælingar sem Sherry Curl gerði fyrir stuttu síðan:

Staður  tegund  kvæmi/klónn  lengd toppspr.   athugasemdir

Höfði      SF        Tutshi L.           54 cm                9 ára, í lúpínu, fyrrv.rýrlendi

Höfði      SG           ?                  78 cm                 í lóð

Höfði            C06/Súsí           97 cm                 í gömlu túni

Höfði      LF        ? ( Síbería)        38 cm                  í lóð

Sprotinn sem Sherry er að mæla á myndinni reyndist vera 69 sm

Heimild: www.heradsskogar.is
banner4