Fréttir

26.08.2004

Hallgrímur Indriðason ráðinn

Á fundi sínum þann 25. ágúst 2004 ákvað framkvæmdaráð Skógræktar ríkisins að bjóða Hallgrími Indriðasyni stöðu skógræktarráðunautar með skipulagsmál sem sérsvið og hefur hann þegið boðið.

Hallgrímur er skógræktarfólki að góðu kunnur.  Hann er skógræktarfræðingur að mennt og hefur auk þess nám að baki í landnýtingarskipulagi og líffræði.  Sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar til margra ára hefur hann reynslu af vel flestu er skógrækt varðar.  Þá hefur hann setið í skipulagsnefnd Akureyrar og hefur því talsverða reynslu af opinberum skipulagsmálum einnig.

Verkefni Hallgríms verða einkum í tengslum við sérstakar svæðisskipulagsáætlanir landshlutaverkefnanna til að byrja með, en þekking hans og reynsla mun eflaust nýtast vel við ýmiskonar verkefni í framtíðinni.

Á myndinni sést Hallgrímur ræða við Jónas Jónsson í exkúrsjón að Fossá í Hvalfirði á nýafstöðnum aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Velkominn til starfa Hallgrímur.
banner4