Fréttir

02.05.2018 : Nýr vefur: Skogur.is fær andlitslyftingu

Nýr vefur Skógræktarinnar er nú í vinnslu. Vefurinn fær nýtt útlit, bryddað verður upp á nýjungum, vefurinn gerður aðgengilegri fyrir snjalltæki og fleira. Meðan á yfirfærslunni stendur verður tímabundið lát á fréttaflutningi og öðrum uppfærslum vefsins. Lesa meira

26.04.2018 : Mæðivisnuveira og HIV: Margt er líkt með skyldum

„Mæði-visnuveira og HIV: Margt er líkt með skyldum“ er heiti nýrrar greinar sem komin er út í alþjóðlegavísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS). Þetta er yfirlitsgrein þar sem reifuð eru ýmis líkindi með mæðivisnuveiru sem veldur m.a. lungnabólgu og heilabólgu í sauðkindum og HIV-veirunni sem veldur alnæmi í fólki.

Lesa meira

26.04.2018 : Skógræktin bindur fyrir Coca-Cola

Undirritað var í gær samkomulag milli Coca-Cola á Íslandi og Skógræktarinnar um gróðursetningu trjáplantna í 1,5 hektara á ári næstu 3 árin í Haukadal í Bláskógabyggð. Samtals verður því gróðursett í 4,5 hektara til loka ársins 2020. Kolefnisbindingin verður eign Coca-Cola á Íslandi í hálfa öld.

Lesa meira

25.04.2018 : Fallega vaxa ungskógar

Námskeið í ungskógaumhirðu var haldið laugardaginn 14. apríl á Hvanneyri að frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. Landbúnaðarháskóli Íslands hélt utan um námskeiðið en um kennsluna sá Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi.

Lesa meira

18.04.2018 : Umhirða skógarplantna heima á hlaði

Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli. Í grein í Bændablaðinu gefur Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeiningar um góða umhirðu skógarplantna frá afhendingu til gróðursetningar.

Lesa meira

16.04.2018 : Fjölmenn og vel heppnuð Fagráðstefna

Fagráðstefna skógræktar sem haldin var í átjánda sinn í liðinni viku er ein sú fjöl­menn­asta frá upphafi. Meira en 150 manns voru skráðir á ráðstefnuna sem haldin var í menn­ingarhúsinu Hofi. Skógrækt á Íslandi hefur fengið talsverða athygli í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við ráð­stefn­una.

Lesa meira

16.04.2018 : Fyrsta námskeiðið í skógarviðburðastjórnun tókst vel

Fyrsta námskeiðið í „skógarviðburða­stjórnun“ sem haldið er hérlendis fór fram í Hveragerði fyrir skömmu. Markmiðið með slíkum námskeiðum er að efla skógar­tengda fræðslu í landinu, hvetja til ýmissa viðburða í skógum landsins og fjölga þeim sem hafa þekkingu og færni til að skipu­leggja og halda slíka viðburði. Næstu námskeið verða haldin á Akureyri 27. og 28. apríl.

Lesa meira

13.04.2018 : Þorláksskógar ræddir á íbúafundi

Íbúafundur um Þorláksskóga verður haldinn mánudaginn 16. apríl í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Rætt verður um þá skógrækt sem áformuð er á ríflega 4.600 hektara svæði á Hafnarsandi í nágrenni Þorlákshafnar.

Lesa meirabanner3