Fréttir

20.03.2018 : Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars

Skógrækt og sjálfbærar borgir er þema alþjóðlegs dags skóga 2018 hjá Sameinuðu þjóðunum. Skógræktin hefur gert myndband í tilefni dagsins þar sem tíundaðir eru kostir þess og mikilvægi að rækta tré í þéttbýli og gera umhverfið heilsusamlegra og búsældarlegra.

Lesa meira

19.03.2018 : Skógrækt, uppgræðsla og umhverfisáherslur ungra bænda

Opinn fræðslufundur um möguleikana sem felast í skógrækt og endurheimt rofins þurrlendis verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars. Jafnframt kynna ungir bændur umhverfisáherslur sínar.

Lesa meira

16.03.2018 : Boðið heim í skóg - Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi

Laugardaginn 24. mars verður haldið námskeið á Reykjum í Ölfusi um skipulagningu skógarviðburða. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum, starfs­fólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Lesa meira

15.03.2018 : Miklir möguleikar og bjartar horfur til framtíðar

Í Tímariti Bændablaðsins sem kom út í byrjun mánaðarins er rætt við Jónínu Zophoníasdóttur, skógarbónda á Mýrum í Skriðdal. Gróðursettar hafa verið um 200.000 plöntur og nú er næsta kynslóð farin að sýna skógræktinni áhuga og vinna að grisjun og gróðursetningu.

Lesa meira

13.03.2018 : Skógarnytjar á Hönnunarmars

Skógarauðlindin sem nú er farin að sýna sig á Íslandi er viðfangsefni samsýningarinnar Skógarnytja á Hönnunarmars 2018. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein skipuleggur viðburðinn í samvinnu við Skógræktina og fjölda hæfileikaríkra hönnuða.

Lesa meira

13.03.2018 : Trén munu nema landið á ný

Spænski vefmiðillinn El Confidencial fjallar um skógrækt á Íslandi í grein sem birtist laugardainn 10. mars. Þar er farið yfir örlög skóganna sem eitt sinn þöktu stóran hluta landsins og þá viðleitni Íslendinga að breiða skóglendi út á ný.

Lesa meira

12.03.2018 : Lofttegundir frá trjám hamla gegn hlýnun jarðar

Alþjóðlegur hópur vísindafólks undir forystu háskólans í Leeds á Englandi hefur rannsakað hvaða áhrif hvarfgjarnar lofttegundir sem tré og aðrar plöntur gefa frá sér geta haft á loftslagið. Þær leiða í ljós að þessar lofttegundir kæla loftslagið á jörðinni. Skógareyðing dregur því úr þessum jákvæðu áhrifum trjánna á loftslagið.

Lesa meira

09.03.2018 : Ilmkjarnaolíurnar allra meina bót

Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hraundísi Guðmundsdóttur, skógfræðing og skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni sem jafnframt er ilmolíufræðingur og framleiðir ilmolíur úr plöntum, meðal annars íslenskum trjám. Hraundís ætlar að hjálpa fólki í Kenía sem vill stíga fyrstu skrefin í vinnslu ilmkjarnaolíu og koma þannig undir sig fótunum.

Lesa meira

08.03.2018 : Skógrækt er mikilvægur hluti af framlagi Íslands til loftslagsmála

Á sumrin, þegar inngeislun sólar er mest, endurvarpa birki- og barrskógar meiri sólarhita en graslendi og svartir sandar. Þetta sýna frumniðurstöður rannsóknar á endurvarpi svartra sanda, uppgrædds lands, villtra birkiskóga og ræktaðra barrskóga. Keppikefli okkar ætti að vera að breyta sem mestu af svörtu sandauðnunum okkar í skóg til að auka endurskin en einnig til að auka kolefnisbindingu.

Lesa meira

07.03.2018 : Skógrækt raunhæfasta leiðin til að ná kolefni úr lofthjúpnum?

Á vef bandaríska stórblaðsins New York Times er spurt hvort virkilega sé hægt að skófla kolefni úr lofthjúpnum. Fimm leiðir eru tíundaðar og ein af þeim er skógrækt. Hver skyldi vera raunhæfust?

Lesa meira

06.03.2018 : Búnaðarþing samþykkir ályktun um skógrækt til framtíðar

Á Búnaðarþingi sem stendur yfir í Bændahöllinni í Reykjavík var í dag samþykkt ályktun þar sem meðal annars er rætt um að Ísland verði sjálfu sér nægt um timbur, skógrækt verði öflug atvinnugrein í landinu og stuðli að eflingu alls landbúnaðar.

Lesa meira

06.03.2018 : Margvísleg not af ræktuðum trjám

Nýtt myndband sem brasilísk skógræktarfyrirtæki hafa sent frá sér gefur góða hugmynd um þau ótalmörgu not sem hafa má af ræktuðum trjám. Hver hefði sett rjómaís, grillsósu og hundamat í samhengi við tré? Lítið á!

Lesa meira

02.03.2018 : Skógræktarfélag Eyfirðinga kaupir stórviðarsög

Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk nú í vikunni afhenta nýja stórviðarsög sem á eftir að gjörbreyta aðstöðu félagsins til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Segja má að sögin vinni sjálf fyrir eigin húsaskjóli því á næstunni rís skýli yfir hana og efnið í það verður unnið með þessu nýja tæki.

Lesa meira

02.03.2018 : Áhugaverð námskeið fram undan

Námskeiðið Trjá- og runnaklippingar I

er meðal þeirra sem fram undan eru hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta námskeið er haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur og er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.

Lesa meirabanner5