Fréttir

16.02.2018 : Skógarafurðir ehf. kaupa sérhæfðan timburflutningabíl

Fyrsti sérsmíðaði timbur­flutninga­bíllinn kom til landsins fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Skógarafurðir ehf. í Fljótsdal sem keypti ækið sem samanstendur af bíl með hleðslupalli og krana og sérsmíðuðum tengivagni. Bændablaðið fjallar um málið og ræðir við Bjarka M. Jónsson hjá Skógarafurðum sem segir að þetta æki komi til með að auðvelda þeim mikið að sækja hráefni til vinnslunnar. 

Lesa meira

12.02.2018 : Sársaukalitlar loftslagsaðgerðir sem auðvelt er að ráðast í

Skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar aðgerðir í loftslagsmálum miðað við aðgerðir sem snerta neyslu fólks og venjur. Langan tíma tekur að breyta hegðun almennings og pólitískt ómögulegt er að draga úr neyslu. Þetta segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

Lesa meira

09.02.2018 : Nýsjálendingar vilja gróðursetja 100 milljónir trjáa árlega

Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands vill gera samfélagið grænna með því að gróðursettar verði á hverju ári 100 milljónir trjáplantna í landinu. Þannig megi tryggja næga sjálfbæra orku fyrir raforkukerfi landisins. Stjórnin vill jafnframt auka framlög til lestarsamgangna og hjólreiðabrauta.

Lesa meira

08.02.2018 : Áform um 300 metra timburturn í Lundúnum

Breskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að 300 metra háum timburturni sem reistur yrði á menningarmiðstöðinni Barbican Center í Lundúnum. Tækninni fleygir fram við smíði háhýsa úr krosslímdum gegnheilum viði sem margir telja byggingarefni framtíðarinnar. Hæstu timburbyggingar heims eru nú um 55 metrar á hæð en því er spáð að slík hús fari stighækkandi og 100 metra háar timburblokkir líti dagsins ljós í fyllingu tímans.

Lesa meira

08.02.2018 : Mikið talað en lítið gert til að auka bindingu

Í Bændablaðinu sem kom út í dag er ítarlegt viðtal við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þröstur gagnrýnir í viðtalinu að mikið sé talað um nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum og meðal annars bindingu kolefnis. Ekkert bóli hins vegar á aðgerðum eða fjárveitingum. Umræðan um loftslagsmál hafi oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Framlög til Skógræktarinnar eru 30 milljónum króna lægri í ár en í fyrra.

Lesa meira

04.02.2018 : Skýrsla um búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra

Skógrækt bænda með önnur aðalmarkmið en timburframleiðslu hefur ekki verið með formlegum hætti innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilraunaverkefni. Í nýútkominni skýrslu um búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra er lagt til að búskaparskógrækt verði komið fyrir í styrkjakerfinu með viðeigandi og aðgengilegum samningum.

Lesa meira

02.02.2018 : Landsýn 2018: Aukið virði landafurða

Aukið virði landafurða er viðfangsefni Landsýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Skógræktin er meðal skipuleggjenda þingsins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, flytur erindi sem hann nefnir „Nýjar og gamlar afurðir skóganna“.

Lesa meira

02.02.2018 : Rætt um iðnvið á Morgunvaktinni

Ísland hefur það umfram flestar aðrar þjóðir að eiga nóg af landi sem ekki er í notkun og nýta mætti til skógræktar. Timbur verður aðalhráefnið í lífhagkerfi framtíðarinnar þegar olíu- og kolanotkun heyrir sögunni til. Iðnviðar má afla bæði með því að nýta afgangsefniu eins og grisjunarvið og að rækta sérstaka iðnviðarskóga. Þetta var til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1. Lesa meirabanner2