Fréttir

29.01.2018 : Fræðsluerindi um markað fyrir iðnvið

Markaður fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu er efni erindis sem Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, flytur á fræðslufundi Skógræktarfélags Kópavogs 30. janúar kl. 20.

Lesa meira

26.01.2018 : Pitsustaðir og kísilver keppa ekki um timbur

Viðarmagnsspá Skógræktarinnar frá 2015 sýnir að nú þegar væri hægt að afhenda í það minnsta 2.000 rúmmetra af grisjunarviði á ári úr skógum á Austurlandi til kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Magnið fer mjög vaxandi á næstu árum og um miðjan næsta áratug væru tiltækir um 10.000 rúm­metrar á ári fyrir austan. Til viðbótar er talsvert magn tiltækt nú þegar á Norðurlandi sem einnig fer hratt vaxandi.

Lesa meira

25.01.2018 : Landbætur um allan heim spennandi fjárfestingartækifæri

„Landbótahagkerfi“ er nýtt hagkerfi sem nú er í mótun í beinu samhengi við þær aðgerðir sem grípa þarf til svo koma megi í veg fyrir að loftslagsbreytingar af manna völdum fari úr böndunum. Nýjar rannsóknir sýna að spennandi fjárfestingartækifæri felast í verkefnum á sviði landbóta. Á sviði landnotkunar sé skógrækt öflugasta leiðin til kolefnisbindingar.

Lesa meira

24.01.2018 : Myndband úr sjálfboðastarfi á Þórsmörk

Tveir sjálfboðaliðar sem störfuðu við landbætur og stígagerð á Þórsmörk og nágrenni síðasta sumar hafa sent frá sér skemmtilegt myndband sem gefur innsýn í það mikilvæga starf að vernda náttúru svæðisins og útbúa vandaða aðstöðu til gönguferða. Nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum fyrir komandi sumar og rennur umsóknarfrestur út í janúarlok.

Lesa meira

16.01.2018 : Margþættur ávinningur af betri nýtingu lífræns úrgangs

Út er komin hjá Landgræðslunni skýrsla um hagkvæmni þess að nýta lífrænan úrgang til landgræðslu. Í skýrslunni er bent á margþættan ávinning af betri nýtingu lífræns úrgangs. Mengun minnki, meira land verði grætt upp, sóun fosfórs verði minni og minni tilbúinn áburður fluttur inn sem hafi gjaldeyrissparandi áhrif á samfélagið allt.

Lesa meira

16.01.2018 : Bæklingadreifing gróðursetur þúsund tré

Á vef Morgunblaðsins segir frá því að fyrirtækið Bæk­linga­dreif­ing hafi samið við Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands um gróður­setn­ingu trjáa sem svarar því papp­írs­magni bæk­linga sem Bæk­linga­dreif­ing dreif­ir á ári. Vaxandi áhuga virðist gæta hjá fyrirtækjum að kolefnisjafna starfsemi sína með skógrækt. Lesa meira

15.01.2018 : Kolviður bindur fyrir N1

Olíufélagið N1 hefur skrifað undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á öllu flugi og notkun eigin bíla fyrirtækisins. Sett verða niður tvö þúsund tré á ári sem nemur hátt í einum hektara skógar árlega. Lesa meira

15.01.2018 : Þingmaður boðar tvö- til fjórföldun gróðursetningar

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður ritar grein um loftslags í Bændablaðið sem kom út 11. janúar. Þar ræðir hann um mikilvægi kolefnisbindingar sem einna mest varði „uppgræðslu auðna neðan vissra hæðarmarka og viðgerðir á mikið rofnu gróðurlendi, tvö- til fjórföldun gróðursetningar í skógrækt, með birki og innfluttum trjátegundum“.

Lesa meira

15.01.2018 : Sherry Curl látin

Sherry Lynne Curl, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni á Egilsstöðum, varð bráðkvödd aðfaranótt laugardagsins 30. desember.

Lesa meira

12.01.2018 : Myndband World Economic Forum um skógrækt á Íslandi

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt stutt myndband um skógrækt á Íslandi og markmiðið að klæða tíunda hluta landsins með skógi. Samhliða hefur ráðið endurbirt á vef sínum umfjöllun Thomson Reuters Foundation þar sem rætt var við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Lesa meira

11.01.2018 : Holuhraunsgosið hafði lítil áhrif á gróður á Héraði

Rit Landbúnaðarháskóla Íslands hefur birt samantekt rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu fólks. Sagt er frá mælingum sem benda til þess að brennisteinn í lofti hafi haft áhrif á vetrarskemmdir í furu á Fljótsdalshéraði. Ætla megi að þau áhrif megi rekja til mengunar frá gosinu. Áhrifin voru ekki mjög útbreidd og ollu ekki mælanlegum skemmdum til langframa.

Lesa meira

11.01.2018 : Hagkvæmt að nýta seyru úr Mývatnssveit á Hólasandi

Vera kann að uppgræðslu- og skógræktarsvæðið á Hólasandi norðan Mývatnssveitar megi eiga von á reglulegum sendingum næringarefna úr byggðinni á komandi árum. Talið er að lækka megi kostnað við fráveituframkvæmdir í sveitinni verulega með því að flytja salernisúrgang á Hólasand í stað þess að koma upp dýrum fráveitumannvirkjum með hreinsibúnaði.

Lesa meira

10.01.2018 : National Geographic birtir myndband Euforgen um skógrækt á Íslandi

Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society hefur nú birt á stuttmyndavef sínum myndbandið sem EUFORGEN gerði á liðnu sumri um nýskógrækt á Íslandi og aðlögun þess efniviðar sem notaður er í nytjaskógrækt hérlendis. Birting efnis á þessum vef ber ekki einungis vott um gæði myndbandsins heldur einnig vægi umfjöllunarefnisins.

Lesa meira

09.01.2018 : Erindi óskast á Fagráðstefnu skógræktar 2018

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagurinn verður helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti og fer fram á ensku. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Auglýst er eftir erindum fyrir síðari dag ráðstefnunnar sem fram fer á íslensku.

Lesa meira

05.01.2018 : Að draga úr hættunni af skaðvöldum í trjám

Rétt val á efniviði í skógrækt og fjölbreytni eru mikilvægir þættir til að draga úr hættunni af skemmdum vegna meindýra og sjúkdóma á trjám. Bætt hefur verið á skaðvaldavef Skógræktarinnar fróðleik um varnir gegn innflutningi nýrra meindýra og sjúkdóma, innflutningsleiðir og fleira.

Lesa meira

03.01.2018 : IKEA sýnir áhuga á skógrækt til kolefnisbindingar

IKEA á Íslandi vinnur nú að því að meta kolefnisfótspor starfsemi sinnar og hyggst grípa til aðgerða til kolefnisjöfnunar. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, í ráði er að framleiða rafmagn með sólarsellum og metan úr matarafgöngum en fyrirtækið hugar einnig að möguleikum sem felast í endurheimt votlendis og skógrækt.

Lesa meira

02.01.2018 : Eitt tré gróðursett fyrir hvern gest að Mýri í Flóa

Fyrir hvern gest sem gistir í Gistihúsinu Mýri í Flóa gróðursetur heimafólk á bænum eitt tré. Ef gestirnir vilja geta þeir fengið að gróðursetja tréð sjálfir. Þetta er meðal efnis í nýtúrkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Sandvíkurhrepps. Félagið stóð nýlega fyrir mælingum á hæstu trjánum á starfsvæði sínu og reyndist hæsta tréð vera fjórtán metra hátt sitkagreni í skógi félagsins við Votmúlaveg. Í fréttabréfinu er auglýst eftir tillögum að heiti á þessum skógi.

Lesa meirabanner4