Fréttir

16.02.2018 : Skógarafurðir ehf. kaupa sérhæfðan timburflutningabíl

Fyrsti sérsmíðaði timbur­flutninga­bíllinn kom til landsins fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Skógarafurðir ehf. í Fljótsdal sem keypti ækið sem samanstendur af bíl með hleðslupalli og krana og sérsmíðuðum tengivagni. Bændablaðið fjallar um málið og ræðir við Bjarka M. Jónsson hjá Skógarafurðum sem segir að þetta æki komi til með að auðvelda þeim mikið að sækja hráefni til vinnslunnar. 

Lesa meira

12.02.2018 : Sársaukalitlar loftslagsaðgerðir sem auðvelt er að ráðast í

Skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar aðgerðir í loftslagsmálum miðað við aðgerðir sem snerta neyslu fólks og venjur. Langan tíma tekur að breyta hegðun almennings og pólitískt ómögulegt er að draga úr neyslu. Þetta segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

Lesa meira

09.02.2018 : Nýsjálendingar vilja gróðursetja 100 milljónir trjáa árlega

Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands vill gera samfélagið grænna með því að gróðursettar verði á hverju ári 100 milljónir trjáplantna í landinu. Þannig megi tryggja næga sjálfbæra orku fyrir raforkukerfi landisins. Stjórnin vill jafnframt auka framlög til lestarsamgangna og hjólreiðabrauta.

Lesa meira

08.02.2018 : Áform um 300 metra timburturn í Lundúnum

Breskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að 300 metra háum timburturni sem reistur yrði á menningarmiðstöðinni Barbican Center í Lundúnum. Tækninni fleygir fram við smíði háhýsa úr krosslímdum gegnheilum viði sem margir telja byggingarefni framtíðarinnar. Hæstu timburbyggingar heims eru nú um 55 metrar á hæð en því er spáð að slík hús fari stighækkandi og 100 metra háar timburblokkir líti dagsins ljós í fyllingu tímans.

Lesa meira

08.02.2018 : Mikið talað en lítið gert til að auka bindingu

Í Bændablaðinu sem kom út í dag er ítarlegt viðtal við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þröstur gagnrýnir í viðtalinu að mikið sé talað um nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum og meðal annars bindingu kolefnis. Ekkert bóli hins vegar á aðgerðum eða fjárveitingum. Umræðan um loftslagsmál hafi oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Framlög til Skógræktarinnar eru 30 milljónum króna lægri í ár en í fyrra.

Lesa meira

04.02.2018 : Skýrsla um búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra

Skógrækt bænda með önnur aðalmarkmið en timburframleiðslu hefur ekki verið með formlegum hætti innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilraunaverkefni. Í nýútkominni skýrslu um búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra er lagt til að búskaparskógrækt verði komið fyrir í styrkjakerfinu með viðeigandi og aðgengilegum samningum.

Lesa meira

02.02.2018 : Landsýn 2018: Aukið virði landafurða

Aukið virði landafurða er viðfangsefni Landsýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Skógræktin er meðal skipuleggjenda þingsins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, flytur erindi sem hann nefnir „Nýjar og gamlar afurðir skóganna“.

Lesa meira

02.02.2018 : Rætt um iðnvið á Morgunvaktinni

Ísland hefur það umfram flestar aðrar þjóðir að eiga nóg af landi sem ekki er í notkun og nýta mætti til skógræktar. Timbur verður aðalhráefnið í lífhagkerfi framtíðarinnar þegar olíu- og kolanotkun heyrir sögunni til. Iðnviðar má afla bæði með því að nýta afgangsefniu eins og grisjunarvið og að rækta sérstaka iðnviðarskóga. Þetta var til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1. Lesa meira

29.01.2018 : Fræðsluerindi um markað fyrir iðnvið

Markaður fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu er efni erindis sem Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, flytur á fræðslufundi Skógræktarfélags Kópavogs 30. janúar kl. 20.

Lesa meira

26.01.2018 : Pitsustaðir og kísilver keppa ekki um timbur

Viðarmagnsspá Skógræktarinnar frá 2015 sýnir að nú þegar væri hægt að afhenda í það minnsta 2.000 rúmmetra af grisjunarviði á ári úr skógum á Austurlandi til kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Magnið fer mjög vaxandi á næstu árum og um miðjan næsta áratug væru tiltækir um 10.000 rúm­metrar á ári fyrir austan. Til viðbótar er talsvert magn tiltækt nú þegar á Norðurlandi sem einnig fer hratt vaxandi.

Lesa meira

25.01.2018 : Landbætur um allan heim spennandi fjárfestingartækifæri

„Landbótahagkerfi“ er nýtt hagkerfi sem nú er í mótun í beinu samhengi við þær aðgerðir sem grípa þarf til svo koma megi í veg fyrir að loftslagsbreytingar af manna völdum fari úr böndunum. Nýjar rannsóknir sýna að spennandi fjárfestingartækifæri felast í verkefnum á sviði landbóta. Á sviði landnotkunar sé skógrækt öflugasta leiðin til kolefnisbindingar.

Lesa meira

24.01.2018 : Myndband úr sjálfboðastarfi á Þórsmörk

Tveir sjálfboðaliðar sem störfuðu við landbætur og stígagerð á Þórsmörk og nágrenni síðasta sumar hafa sent frá sér skemmtilegt myndband sem gefur innsýn í það mikilvæga starf að vernda náttúru svæðisins og útbúa vandaða aðstöðu til gönguferða. Nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum fyrir komandi sumar og rennur umsóknarfrestur út í janúarlok.

Lesa meira

16.01.2018 : Margþættur ávinningur af betri nýtingu lífræns úrgangs

Út er komin hjá Landgræðslunni skýrsla um hagkvæmni þess að nýta lífrænan úrgang til landgræðslu. Í skýrslunni er bent á margþættan ávinning af betri nýtingu lífræns úrgangs. Mengun minnki, meira land verði grætt upp, sóun fosfórs verði minni og minni tilbúinn áburður fluttur inn sem hafi gjaldeyrissparandi áhrif á samfélagið allt.

Lesa meira

16.01.2018 : Bæklingadreifing gróðursetur þúsund tré

Á vef Morgunblaðsins segir frá því að fyrirtækið Bæk­linga­dreif­ing hafi samið við Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands um gróður­setn­ingu trjáa sem svarar því papp­írs­magni bæk­linga sem Bæk­linga­dreif­ing dreif­ir á ári. Vaxandi áhuga virðist gæta hjá fyrirtækjum að kolefnisjafna starfsemi sína með skógrækt. Lesa meira

15.01.2018 : Kolviður bindur fyrir N1

Olíufélagið N1 hefur skrifað undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á öllu flugi og notkun eigin bíla fyrirtækisins. Sett verða niður tvö þúsund tré á ári sem nemur hátt í einum hektara skógar árlega. Lesa meira

15.01.2018 : Þingmaður boðar tvö- til fjórföldun gróðursetningar

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður ritar grein um loftslags í Bændablaðið sem kom út 11. janúar. Þar ræðir hann um mikilvægi kolefnisbindingar sem einna mest varði „uppgræðslu auðna neðan vissra hæðarmarka og viðgerðir á mikið rofnu gróðurlendi, tvö- til fjórföldun gróðursetningar í skógrækt, með birki og innfluttum trjátegundum“.

Lesa meira

15.01.2018 : Sherry Curl látin

Sherry Lynne Curl, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni á Egilsstöðum, varð bráðkvödd aðfaranótt laugardagsins 30. desember.

Lesa meira

12.01.2018 : Myndband World Economic Forum um skógrækt á Íslandi

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt stutt myndband um skógrækt á Íslandi og markmiðið að klæða tíunda hluta landsins með skógi. Samhliða hefur ráðið endurbirt á vef sínum umfjöllun Thomson Reuters Foundation þar sem rætt var við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Lesa meira

11.01.2018 : Holuhraunsgosið hafði lítil áhrif á gróður á Héraði

Rit Landbúnaðarháskóla Íslands hefur birt samantekt rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu fólks. Sagt er frá mælingum sem benda til þess að brennisteinn í lofti hafi haft áhrif á vetrarskemmdir í furu á Fljótsdalshéraði. Ætla megi að þau áhrif megi rekja til mengunar frá gosinu. Áhrifin voru ekki mjög útbreidd og ollu ekki mælanlegum skemmdum til langframa.

Lesa meira

11.01.2018 : Hagkvæmt að nýta seyru úr Mývatnssveit á Hólasandi

Vera kann að uppgræðslu- og skógræktarsvæðið á Hólasandi norðan Mývatnssveitar megi eiga von á reglulegum sendingum næringarefna úr byggðinni á komandi árum. Talið er að lækka megi kostnað við fráveituframkvæmdir í sveitinni verulega með því að flytja salernisúrgang á Hólasand í stað þess að koma upp dýrum fráveitumannvirkjum með hreinsibúnaði.

Lesa meira

10.01.2018 : National Geographic birtir myndband Euforgen um skógrækt á Íslandi

Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society hefur nú birt á stuttmyndavef sínum myndbandið sem EUFORGEN gerði á liðnu sumri um nýskógrækt á Íslandi og aðlögun þess efniviðar sem notaður er í nytjaskógrækt hérlendis. Birting efnis á þessum vef ber ekki einungis vott um gæði myndbandsins heldur einnig vægi umfjöllunarefnisins.

Lesa meira

09.01.2018 : Erindi óskast á Fagráðstefnu skógræktar 2018

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagurinn verður helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti og fer fram á ensku. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Auglýst er eftir erindum fyrir síðari dag ráðstefnunnar sem fram fer á íslensku.

Lesa meira

05.01.2018 : Að draga úr hættunni af skaðvöldum í trjám

Rétt val á efniviði í skógrækt og fjölbreytni eru mikilvægir þættir til að draga úr hættunni af skemmdum vegna meindýra og sjúkdóma á trjám. Bætt hefur verið á skaðvaldavef Skógræktarinnar fróðleik um varnir gegn innflutningi nýrra meindýra og sjúkdóma, innflutningsleiðir og fleira.

Lesa meira

03.01.2018 : IKEA sýnir áhuga á skógrækt til kolefnisbindingar

IKEA á Íslandi vinnur nú að því að meta kolefnisfótspor starfsemi sinnar og hyggst grípa til aðgerða til kolefnisjöfnunar. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, í ráði er að framleiða rafmagn með sólarsellum og metan úr matarafgöngum en fyrirtækið hugar einnig að möguleikum sem felast í endurheimt votlendis og skógrækt.

Lesa meira

02.01.2018 : Eitt tré gróðursett fyrir hvern gest að Mýri í Flóa

Fyrir hvern gest sem gistir í Gistihúsinu Mýri í Flóa gróðursetur heimafólk á bænum eitt tré. Ef gestirnir vilja geta þeir fengið að gróðursetja tréð sjálfir. Þetta er meðal efnis í nýtúrkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Sandvíkurhrepps. Félagið stóð nýlega fyrir mælingum á hæstu trjánum á starfsvæði sínu og reyndist hæsta tréð vera fjórtán metra hátt sitkagreni í skógi félagsins við Votmúlaveg. Í fréttabréfinu er auglýst eftir tillögum að heiti á þessum skógi.

Lesa meirabanner5