Fréttir

02.05.2018 : Nýr vefur: Skogur.is fær andlitslyftingu

Nýr vefur Skógræktarinnar er nú í vinnslu. Vefurinn fær nýtt útlit, bryddað verður upp á nýjungum, vefurinn gerður aðgengilegri fyrir snjalltæki og fleira. Meðan á yfirfærslunni stendur verður tímabundið lát á fréttaflutningi og öðrum uppfærslum vefsins. Lesa meira

26.04.2018 : Mæðivisnuveira og HIV: Margt er líkt með skyldum

„Mæði-visnuveira og HIV: Margt er líkt með skyldum“ er heiti nýrrar greinar sem komin er út í alþjóðlegavísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS). Þetta er yfirlitsgrein þar sem reifuð eru ýmis líkindi með mæðivisnuveiru sem veldur m.a. lungnabólgu og heilabólgu í sauðkindum og HIV-veirunni sem veldur alnæmi í fólki.

Lesa meira

26.04.2018 : Skógræktin bindur fyrir Coca-Cola

Undirritað var í gær samkomulag milli Coca-Cola á Íslandi og Skógræktarinnar um gróðursetningu trjáplantna í 1,5 hektara á ári næstu 3 árin í Haukadal í Bláskógabyggð. Samtals verður því gróðursett í 4,5 hektara til loka ársins 2020. Kolefnisbindingin verður eign Coca-Cola á Íslandi í hálfa öld.

Lesa meira

25.04.2018 : Fallega vaxa ungskógar

Námskeið í ungskógaumhirðu var haldið laugardaginn 14. apríl á Hvanneyri að frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. Landbúnaðarháskóli Íslands hélt utan um námskeiðið en um kennsluna sá Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi.

Lesa meira

18.04.2018 : Umhirða skógarplantna heima á hlaði

Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli. Í grein í Bændablaðinu gefur Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeiningar um góða umhirðu skógarplantna frá afhendingu til gróðursetningar.

Lesa meira

16.04.2018 : Fjölmenn og vel heppnuð Fagráðstefna

Fagráðstefna skógræktar sem haldin var í átjánda sinn í liðinni viku er ein sú fjöl­menn­asta frá upphafi. Meira en 150 manns voru skráðir á ráðstefnuna sem haldin var í menn­ingarhúsinu Hofi. Skógrækt á Íslandi hefur fengið talsverða athygli í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við ráð­stefn­una.

Lesa meira

16.04.2018 : Fyrsta námskeiðið í skógarviðburðastjórnun tókst vel

Fyrsta námskeiðið í „skógarviðburða­stjórnun“ sem haldið er hérlendis fór fram í Hveragerði fyrir skömmu. Markmiðið með slíkum námskeiðum er að efla skógar­tengda fræðslu í landinu, hvetja til ýmissa viðburða í skógum landsins og fjölga þeim sem hafa þekkingu og færni til að skipu­leggja og halda slíka viðburði. Næstu námskeið verða haldin á Akureyri 27. og 28. apríl.

Lesa meira

13.04.2018 : Þorláksskógar ræddir á íbúafundi

Íbúafundur um Þorláksskóga verður haldinn mánudaginn 16. apríl í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Rætt verður um þá skógrækt sem áformuð er á ríflega 4.600 hektara svæði á Hafnarsandi í nágrenni Þorlákshafnar.

Lesa meira

12.04.2018 : Íslendingar mjög hlynntir skógrækt

Langflestir landsmenn eru mjög jákvæðir fyrir skógrækt og þeim fjölgar sem telja að auka beri skógrækt til að binda koltvísýring og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jákvæðastir mælast ungir Íslendingar, háskólamenntaðir og íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur.

Lesa meira

04.04.2018 : Skógarnytjar vekja athygli

Áhugi virðist vera meðal skógræktarfólks, hönnuða og fleiri á aukinni nýtingu íslensks viðar til ýmiss konar hönnunar og framleiðslu innanlands. Þetta  segir Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður. Sýning hans í Heiðmörk, Skógarnytjar, var liður í dagskrá Hönnunarmars og sprottin af samstarfi hans við Skógræktina.

Lesa meira
Tumastaðir

03.04.2018 : Sunnlenskir skógareigendur ræða skipulagsmál

Skipulag skógræktar, réttindi landeigenda og fleiri hagsmunamál skógareigenda verða rædd á fundi sem Félag skógareigenda á Suðurlandi heldur í Gunnarsholti á Rangárvöllum laugardaginn 7. apríl. Auk skipulagsmálanna heldur landgræðslustjóri erindi um landgræðslu og loftslagsmál.

Lesa meira

28.03.2018 : Árósasamningurinn - hver er reynslan?

Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og réttlátrar málsmeðferðar verður til umfjöllunar á málþingi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir 5. apríl í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík.

Lesa meira

28.03.2018 : Kolefnshlutlaust stjórnarráð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir því hvernig hann vill að ráðuneyti landsins fari fram með góðu fordæmi og vinni að kolefnishlutleysi sínu. Það verði bæði gert með því að draga úr losun og binda kolefni, svo sem með landgræðslu og skógrækt.

Lesa meira

26.03.2018 : Hvað gerir skógurinn fyrir okkur?

Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbótar efnir til málstofu 7. apríl þar sem spurt verður um gagnsemi skóga. Málstofan er haldin í tilefni af alþjóðlegum degi skóga.

Lesa meira

26.03.2018 : Tækniskólanemar kynnast viðarnytjum

Kennarar og nemendur í smíðadeild Tækniskólans komu saman í Öskjuhlíð í Reykjavík á góðum degi nú í marsmánuði til að sjá hvar og hvernig viður verður til og hvaða áhrif  aðstæður hafa á gæði viðarins. Nemendurnir lærðu að kljúfa bolvið, kvista upp tré og fleira.

Lesa meira

23.03.2018 : Nýr plöntuskaðvaldur fundinn á Íslandi

Rótarsveppurinn Phytophtora cactorum hefur fundist í trjáplöntum í gróðrarstöð hérlendis. Tegund þessi er þekktur skaðvaldur í eplarækt en getur lagst á fleiri tegundir. Lítil hætta er þó talin á því að hún valdi skaða úti í náttúrunni en þó verður reynt að tryggja að hún breiðist ekki út frá gróðrarstöðvum. Nauðsynlegt þykir að reglugerð frá 1990 um innflutning plantna verði endurskoðuð.

Lesa meira

22.03.2018 : Ráðherra fékk geispu á alþjóðlegum degi skóga

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þáði ásamt nokkrum þingmönnum boð Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarinnar og Skógræktarfélags Íslands um skógarsúpu í tilefni af alþjóðlegum degi skóga sem var í gær. Ráðherra fékk að gjöf forláta geispu sem hvatningu til góðra verka í skógræktarmálum.

Lesa meira

21.03.2018 : Fjórföldum nýskógrækt og bindum fjórðung núverandi losunar

Hlutfallslega binda íslenskir skógar álíka mikið af losun landsmanna og skógar Sviss, Austurríkis, Þýskalands og Tékklands binda af losun þessara landa. Stærstur hluti þessarar bindingar hérlendis verður í skógum sem ræktaðir hafa verið frá árinu 1990. Þetta sýnir hversu miklum árangri má ná á fremur stuttum tíma.

Lesa meira

20.03.2018 : Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars

Skógrækt og sjálfbærar borgir er þema alþjóðlegs dags skóga 2018 hjá Sameinuðu þjóðunum. Skógræktin hefur gert myndband í tilefni dagsins þar sem tíundaðir eru kostir þess og mikilvægi að rækta tré í þéttbýli og gera umhverfið heilsusamlegra og búsældarlegra.

Lesa meira

19.03.2018 : Skógrækt, uppgræðsla og umhverfisáherslur ungra bænda

Opinn fræðslufundur um möguleikana sem felast í skógrækt og endurheimt rofins þurrlendis verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars. Jafnframt kynna ungir bændur umhverfisáherslur sínar.

Lesa meira

16.03.2018 : Boðið heim í skóg - Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi

Laugardaginn 24. mars verður haldið námskeið á Reykjum í Ölfusi um skipulagningu skógarviðburða. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum, starfs­fólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Lesa meira

15.03.2018 : Miklir möguleikar og bjartar horfur til framtíðar

Í Tímariti Bændablaðsins sem kom út í byrjun mánaðarins er rætt við Jónínu Zophoníasdóttur, skógarbónda á Mýrum í Skriðdal. Gróðursettar hafa verið um 200.000 plöntur og nú er næsta kynslóð farin að sýna skógræktinni áhuga og vinna að grisjun og gróðursetningu.

Lesa meira

13.03.2018 : Skógarnytjar á Hönnunarmars

Skógarauðlindin sem nú er farin að sýna sig á Íslandi er viðfangsefni samsýningarinnar Skógarnytja á Hönnunarmars 2018. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein skipuleggur viðburðinn í samvinnu við Skógræktina og fjölda hæfileikaríkra hönnuða.

Lesa meira

13.03.2018 : Trén munu nema landið á ný

Spænski vefmiðillinn El Confidencial fjallar um skógrækt á Íslandi í grein sem birtist laugardainn 10. mars. Þar er farið yfir örlög skóganna sem eitt sinn þöktu stóran hluta landsins og þá viðleitni Íslendinga að breiða skóglendi út á ný.

Lesa meira

12.03.2018 : Lofttegundir frá trjám hamla gegn hlýnun jarðar

Alþjóðlegur hópur vísindafólks undir forystu háskólans í Leeds á Englandi hefur rannsakað hvaða áhrif hvarfgjarnar lofttegundir sem tré og aðrar plöntur gefa frá sér geta haft á loftslagið. Þær leiða í ljós að þessar lofttegundir kæla loftslagið á jörðinni. Skógareyðing dregur því úr þessum jákvæðu áhrifum trjánna á loftslagið.

Lesa meira

09.03.2018 : Ilmkjarnaolíurnar allra meina bót

Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hraundísi Guðmundsdóttur, skógfræðing og skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni sem jafnframt er ilmolíufræðingur og framleiðir ilmolíur úr plöntum, meðal annars íslenskum trjám. Hraundís ætlar að hjálpa fólki í Kenía sem vill stíga fyrstu skrefin í vinnslu ilmkjarnaolíu og koma þannig undir sig fótunum.

Lesa meira

08.03.2018 : Skógrækt er mikilvægur hluti af framlagi Íslands til loftslagsmála

Á sumrin, þegar inngeislun sólar er mest, endurvarpa birki- og barrskógar meiri sólarhita en graslendi og svartir sandar. Þetta sýna frumniðurstöður rannsóknar á endurvarpi svartra sanda, uppgrædds lands, villtra birkiskóga og ræktaðra barrskóga. Keppikefli okkar ætti að vera að breyta sem mestu af svörtu sandauðnunum okkar í skóg til að auka endurskin en einnig til að auka kolefnisbindingu.

Lesa meira

07.03.2018 : Skógrækt raunhæfasta leiðin til að ná kolefni úr lofthjúpnum?

Á vef bandaríska stórblaðsins New York Times er spurt hvort virkilega sé hægt að skófla kolefni úr lofthjúpnum. Fimm leiðir eru tíundaðar og ein af þeim er skógrækt. Hver skyldi vera raunhæfust?

Lesa meira

06.03.2018 : Búnaðarþing samþykkir ályktun um skógrækt til framtíðar

Á Búnaðarþingi sem stendur yfir í Bændahöllinni í Reykjavík var í dag samþykkt ályktun þar sem meðal annars er rætt um að Ísland verði sjálfu sér nægt um timbur, skógrækt verði öflug atvinnugrein í landinu og stuðli að eflingu alls landbúnaðar.

Lesa meira

06.03.2018 : Margvísleg not af ræktuðum trjám

Nýtt myndband sem brasilísk skógræktarfyrirtæki hafa sent frá sér gefur góða hugmynd um þau ótalmörgu not sem hafa má af ræktuðum trjám. Hver hefði sett rjómaís, grillsósu og hundamat í samhengi við tré? Lítið á!

Lesa meira

02.03.2018 : Skógræktarfélag Eyfirðinga kaupir stórviðarsög

Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk nú í vikunni afhenta nýja stórviðarsög sem á eftir að gjörbreyta aðstöðu félagsins til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Segja má að sögin vinni sjálf fyrir eigin húsaskjóli því á næstunni rís skýli yfir hana og efnið í það verður unnið með þessu nýja tæki.

Lesa meira

02.03.2018 : Áhugaverð námskeið fram undan

Námskeiðið Trjá- og runnaklippingar I

er meðal þeirra sem fram undan eru hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta námskeið er haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur og er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.

Lesa meira

28.02.2018 : Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur nú auglýst eftir tilnefningum til umhverfis­viðurkenningarinnar Kuðungsins. Viðurkenningin gefur færi á að vekja athygli á góðu umhverfisstarfi hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Lesa meira

26.02.2018 : Fagráðstefna skógræktar nálgast

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður verður meðal frummælenda á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl. Erindi sitt nefnir Ari Trausti „Skógrækt á Íslandi“ og veltir hann fyrir sér m.a. hugmyndum um fjórföldun skógræktar á Íslandi.

Lesa meira

21.02.2018 : Þörf á meira samtali milli vísinda og skógræktenda

Ákvarðanir um skógarmálefni ættu að byggjast á þeirri bestu vísindalegu þekkingu sem völ er á. En er það svo? Ef ekki, hvernig má þá miðla þekkingunni betur? Nýlega var efnt til nýs tengslanets innan SNS sem ætlað er að flýta fyrir því að rannsóknarniðurstöður í skógvísindum geti nýst skógræktendum.

Lesa meira

21.02.2018 : Plöntuframleiðsla fyrir Landgræðsluskóga boðin út

Nýverið var samningur Skógræktarfélags Íslands við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um Landgræðsluskóga framlengdur til bráðabirgða um eitt ár. Ríkiskaup auglýsa nú eftir tilboðum í framleiðslu og dreifingu plantna til afhendingar vorið 2019.

Lesa meira

16.02.2018 : Skógarafurðir ehf. kaupa sérhæfðan timburflutningabíl

Fyrsti sérsmíðaði timbur­flutninga­bíllinn kom til landsins fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Skógarafurðir ehf. í Fljótsdal sem keypti ækið sem samanstendur af bíl með hleðslupalli og krana og sérsmíðuðum tengivagni. Bændablaðið fjallar um málið og ræðir við Bjarka M. Jónsson hjá Skógarafurðum sem segir að þetta æki komi til með að auðvelda þeim mikið að sækja hráefni til vinnslunnar. 

Lesa meira

12.02.2018 : Sársaukalitlar loftslagsaðgerðir sem auðvelt er að ráðast í

Skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar aðgerðir í loftslagsmálum miðað við aðgerðir sem snerta neyslu fólks og venjur. Langan tíma tekur að breyta hegðun almennings og pólitískt ómögulegt er að draga úr neyslu. Þetta segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

Lesa meira

09.02.2018 : Nýsjálendingar vilja gróðursetja 100 milljónir trjáa árlega

Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands vill gera samfélagið grænna með því að gróðursettar verði á hverju ári 100 milljónir trjáplantna í landinu. Þannig megi tryggja næga sjálfbæra orku fyrir raforkukerfi landisins. Stjórnin vill jafnframt auka framlög til lestarsamgangna og hjólreiðabrauta.

Lesa meira

08.02.2018 : Áform um 300 metra timburturn í Lundúnum

Breskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að 300 metra háum timburturni sem reistur yrði á menningarmiðstöðinni Barbican Center í Lundúnum. Tækninni fleygir fram við smíði háhýsa úr krosslímdum gegnheilum viði sem margir telja byggingarefni framtíðarinnar. Hæstu timburbyggingar heims eru nú um 55 metrar á hæð en því er spáð að slík hús fari stighækkandi og 100 metra háar timburblokkir líti dagsins ljós í fyllingu tímans.

Lesa meira

08.02.2018 : Mikið talað en lítið gert til að auka bindingu

Í Bændablaðinu sem kom út í dag er ítarlegt viðtal við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þröstur gagnrýnir í viðtalinu að mikið sé talað um nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum og meðal annars bindingu kolefnis. Ekkert bóli hins vegar á aðgerðum eða fjárveitingum. Umræðan um loftslagsmál hafi oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Framlög til Skógræktarinnar eru 30 milljónum króna lægri í ár en í fyrra.

Lesa meira

04.02.2018 : Skýrsla um búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra

Skógrækt bænda með önnur aðalmarkmið en timburframleiðslu hefur ekki verið með formlegum hætti innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilraunaverkefni. Í nýútkominni skýrslu um búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra er lagt til að búskaparskógrækt verði komið fyrir í styrkjakerfinu með viðeigandi og aðgengilegum samningum.

Lesa meira

02.02.2018 : Landsýn 2018: Aukið virði landafurða

Aukið virði landafurða er viðfangsefni Landsýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Skógræktin er meðal skipuleggjenda þingsins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, flytur erindi sem hann nefnir „Nýjar og gamlar afurðir skóganna“.

Lesa meira

02.02.2018 : Rætt um iðnvið á Morgunvaktinni

Ísland hefur það umfram flestar aðrar þjóðir að eiga nóg af landi sem ekki er í notkun og nýta mætti til skógræktar. Timbur verður aðalhráefnið í lífhagkerfi framtíðarinnar þegar olíu- og kolanotkun heyrir sögunni til. Iðnviðar má afla bæði með því að nýta afgangsefniu eins og grisjunarvið og að rækta sérstaka iðnviðarskóga. Þetta var til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1. Lesa meira

29.01.2018 : Fræðsluerindi um markað fyrir iðnvið

Markaður fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu er efni erindis sem Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, flytur á fræðslufundi Skógræktarfélags Kópavogs 30. janúar kl. 20.

Lesa meira

26.01.2018 : Pitsustaðir og kísilver keppa ekki um timbur

Viðarmagnsspá Skógræktarinnar frá 2015 sýnir að nú þegar væri hægt að afhenda í það minnsta 2.000 rúmmetra af grisjunarviði á ári úr skógum á Austurlandi til kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Magnið fer mjög vaxandi á næstu árum og um miðjan næsta áratug væru tiltækir um 10.000 rúm­metrar á ári fyrir austan. Til viðbótar er talsvert magn tiltækt nú þegar á Norðurlandi sem einnig fer hratt vaxandi.

Lesa meira

25.01.2018 : Landbætur um allan heim spennandi fjárfestingartækifæri

„Landbótahagkerfi“ er nýtt hagkerfi sem nú er í mótun í beinu samhengi við þær aðgerðir sem grípa þarf til svo koma megi í veg fyrir að loftslagsbreytingar af manna völdum fari úr böndunum. Nýjar rannsóknir sýna að spennandi fjárfestingartækifæri felast í verkefnum á sviði landbóta. Á sviði landnotkunar sé skógrækt öflugasta leiðin til kolefnisbindingar.

Lesa meira

24.01.2018 : Myndband úr sjálfboðastarfi á Þórsmörk

Tveir sjálfboðaliðar sem störfuðu við landbætur og stígagerð á Þórsmörk og nágrenni síðasta sumar hafa sent frá sér skemmtilegt myndband sem gefur innsýn í það mikilvæga starf að vernda náttúru svæðisins og útbúa vandaða aðstöðu til gönguferða. Nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum fyrir komandi sumar og rennur umsóknarfrestur út í janúarlok.

Lesa meira

16.01.2018 : Margþættur ávinningur af betri nýtingu lífræns úrgangs

Út er komin hjá Landgræðslunni skýrsla um hagkvæmni þess að nýta lífrænan úrgang til landgræðslu. Í skýrslunni er bent á margþættan ávinning af betri nýtingu lífræns úrgangs. Mengun minnki, meira land verði grætt upp, sóun fosfórs verði minni og minni tilbúinn áburður fluttur inn sem hafi gjaldeyrissparandi áhrif á samfélagið allt.

Lesa meira

16.01.2018 : Bæklingadreifing gróðursetur þúsund tré

Á vef Morgunblaðsins segir frá því að fyrirtækið Bæk­linga­dreif­ing hafi samið við Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands um gróður­setn­ingu trjáa sem svarar því papp­írs­magni bæk­linga sem Bæk­linga­dreif­ing dreif­ir á ári. Vaxandi áhuga virðist gæta hjá fyrirtækjum að kolefnisjafna starfsemi sína með skógrækt. Lesa meira

15.01.2018 : Kolviður bindur fyrir N1

Olíufélagið N1 hefur skrifað undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á öllu flugi og notkun eigin bíla fyrirtækisins. Sett verða niður tvö þúsund tré á ári sem nemur hátt í einum hektara skógar árlega. Lesa meira

15.01.2018 : Þingmaður boðar tvö- til fjórföldun gróðursetningar

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður ritar grein um loftslags í Bændablaðið sem kom út 11. janúar. Þar ræðir hann um mikilvægi kolefnisbindingar sem einna mest varði „uppgræðslu auðna neðan vissra hæðarmarka og viðgerðir á mikið rofnu gróðurlendi, tvö- til fjórföldun gróðursetningar í skógrækt, með birki og innfluttum trjátegundum“.

Lesa meira

15.01.2018 : Sherry Curl látin

Sherry Lynne Curl, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni á Egilsstöðum, varð bráðkvödd aðfaranótt laugardagsins 30. desember.

Lesa meira

12.01.2018 : Myndband World Economic Forum um skógrækt á Íslandi

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt stutt myndband um skógrækt á Íslandi og markmiðið að klæða tíunda hluta landsins með skógi. Samhliða hefur ráðið endurbirt á vef sínum umfjöllun Thomson Reuters Foundation þar sem rætt var við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Lesa meira

11.01.2018 : Holuhraunsgosið hafði lítil áhrif á gróður á Héraði

Rit Landbúnaðarháskóla Íslands hefur birt samantekt rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu fólks. Sagt er frá mælingum sem benda til þess að brennisteinn í lofti hafi haft áhrif á vetrarskemmdir í furu á Fljótsdalshéraði. Ætla megi að þau áhrif megi rekja til mengunar frá gosinu. Áhrifin voru ekki mjög útbreidd og ollu ekki mælanlegum skemmdum til langframa.

Lesa meira

11.01.2018 : Hagkvæmt að nýta seyru úr Mývatnssveit á Hólasandi

Vera kann að uppgræðslu- og skógræktarsvæðið á Hólasandi norðan Mývatnssveitar megi eiga von á reglulegum sendingum næringarefna úr byggðinni á komandi árum. Talið er að lækka megi kostnað við fráveituframkvæmdir í sveitinni verulega með því að flytja salernisúrgang á Hólasand í stað þess að koma upp dýrum fráveitumannvirkjum með hreinsibúnaði.

Lesa meira

10.01.2018 : National Geographic birtir myndband Euforgen um skógrækt á Íslandi

Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society hefur nú birt á stuttmyndavef sínum myndbandið sem EUFORGEN gerði á liðnu sumri um nýskógrækt á Íslandi og aðlögun þess efniviðar sem notaður er í nytjaskógrækt hérlendis. Birting efnis á þessum vef ber ekki einungis vott um gæði myndbandsins heldur einnig vægi umfjöllunarefnisins.

Lesa meira

09.01.2018 : Erindi óskast á Fagráðstefnu skógræktar 2018

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagurinn verður helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti og fer fram á ensku. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Auglýst er eftir erindum fyrir síðari dag ráðstefnunnar sem fram fer á íslensku.

Lesa meira

05.01.2018 : Að draga úr hættunni af skaðvöldum í trjám

Rétt val á efniviði í skógrækt og fjölbreytni eru mikilvægir þættir til að draga úr hættunni af skemmdum vegna meindýra og sjúkdóma á trjám. Bætt hefur verið á skaðvaldavef Skógræktarinnar fróðleik um varnir gegn innflutningi nýrra meindýra og sjúkdóma, innflutningsleiðir og fleira.

Lesa meira

03.01.2018 : IKEA sýnir áhuga á skógrækt til kolefnisbindingar

IKEA á Íslandi vinnur nú að því að meta kolefnisfótspor starfsemi sinnar og hyggst grípa til aðgerða til kolefnisjöfnunar. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, í ráði er að framleiða rafmagn með sólarsellum og metan úr matarafgöngum en fyrirtækið hugar einnig að möguleikum sem felast í endurheimt votlendis og skógrækt.

Lesa meira

02.01.2018 : Eitt tré gróðursett fyrir hvern gest að Mýri í Flóa

Fyrir hvern gest sem gistir í Gistihúsinu Mýri í Flóa gróðursetur heimafólk á bænum eitt tré. Ef gestirnir vilja geta þeir fengið að gróðursetja tréð sjálfir. Þetta er meðal efnis í nýtúrkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Sandvíkurhrepps. Félagið stóð nýlega fyrir mælingum á hæstu trjánum á starfsvæði sínu og reyndist hæsta tréð vera fjórtán metra hátt sitkagreni í skógi félagsins við Votmúlaveg. Í fréttabréfinu er auglýst eftir tillögum að heiti á þessum skógi.

Lesa meirabanner1