Fréttir

29.12.2017 : Tekur 200 ár með sama hraða að þekja 2,5% landsins ræktuðum skógi

Fréttamiðillinn Thomson Reuters Foundation birti á jóladag umfjöllun um skógrækt á Íslandi með viðtali við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þar er rætt um það mikla verk sem nýskógrækt er í stóru en fámennu landi þar sem jafnframt sé við ágang búfjár að etja. Að óbreyttu taki 200 ár að ná markmiðinu um 2,5% þekju ræktaðs skógar en með þreföldun gróðursetningar tæki það 70 ár.

Lesa meira

24.12.2017 : Gleðileg jól

Skógræktin óskar skógræktarfólki um allt land og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökkum fyrir skógræktarárið sem er að líða. Megi nýtt ár verða ár mikilla afreka í skógrækt og öðrum landbótum á Íslandi!

Lesa meira

23.12.2017 : Hvar næ ég mér í jólatré?

Skógræktin og skógræktarfélög víða um land hafa ýmist afskorin jólatré til sölu eða bjóða fólki að koma í skóginn að höggva sér tré. Á upplýsingasíðu Skógræktarinnar um jólatré má komast að því hvar best hentar hverjum og einum að næla sér í tré og komast í leiðinni í réttu jólastemmninguna.

Lesa meira

22.12.2017 : Minningarsjóður Hjálmars og Else auglýsir eftir umsóknum

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.  Til úthlutunar verða fimm milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2018.

Lesa meira

22.12.2017 : Ísland fær athygli á World Landscapes Forum í Bonn

Myndbandið Afforesting Iceland - A Cause for Optimism var sýnt á alþjóðlegu landnýtingarráðstefnunni Global Landscapes Forum sem fram fór í Bonn í Þýskalandi. Það hefur hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum og National Geographic hefur lýst áhuga á því að sýna myndbandið á stuttmyndaveitu sinni, National Geographic Short Film Showcase.

Lesa meira

21.12.2017 : Íslensku trén að vinna á

Rétt meðhöndlun jólatrjáa er mikilvæg svo að trén haldi sér vel alla jólahátíðina. Mikilvægast er að trén fái nægt vatn fyrstu tvo sólarhringana eftir að þau koma í hús. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga í Kjarnaskógi, segir í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 að áhugi kaupenda á íslenskum jólatrjám virðist vera að aukast. Hún selur m.a. fjallaþin úr Hallormsstaðaskógi.

Lesa meira

20.12.2017 : Mælir ungmennafélagsreiti með styrk frá SNS og NordGen Forest

Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógfræðinemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, vinnur að meistaraverkefni þar sem hún skrásetur skógarreiti ungmennafélaga sem ræktaðir voru vítt og breitt um landið frá fyrri hluta síðustu aldar og fram eftir öldinni. Verkefnið nýtur styrks frá norrænu skógrannsóknastofnuninni SNS og NordGen Skog, skógarsviði norræna genabankans NordGen.

Lesa meira

20.12.2017 : Spennandi skóganámskeið hjá LbhÍ á vorönn

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur kynnt námskeið sem í boði verða á vorönn. Þar á meðal eru nokkur námskeið sem tengjast skógrækt og skógarnytjum.

Lesa meira

20.12.2017 : Áhrif sauðfjárbeitar á vistkerfi og áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru

Tvær nýjar greinar voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Annars vegar er fjallað um áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi og hins vegar áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru í íslenskum yrkjatilraunum. Lesa meira

20.12.2017 : Námsstyrkir NordGen Forest og SNS

Norræna skógerfðafræðistofnunin NordGen Forest og norræna skógvísindastofnuninni SNS auglýsa sameiginlega námsstyrki sem ætlað er að hvetja til menntunar og þekkingarmiðlunar um erfðaauðlindir skóga, fræ- og plöntuframleiðslu og aðferðir við endurræktun skóga. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.

Lesa meira

18.12.2017 : Kolefnisröfl á mannamáli

Að stöðva losun frá framræstu landi er mjög mikilvæg loftlagsaðgerð. Ekki er þó nóg að minnka losun. Við verðum að ná koltvísýringi úr lofthjúpnum og binda. Einfaldasta leiðin er nýskógrækt en einnig má binda kolefni í basalti og græða upp örfoka land. Þetta er boðskapur Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, í grein sem birtist á Vísi í dag.

Lesa meira

16.12.2017 : Framtíðarsýn í loftslagsmálum

Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifa grein sem birtist á Vísi þar sem þeir svara skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um loftslagsmál sem birtist í Fréttablaðinu 14. desember. Þeir benda á að skógar hér á landi bindi kolefni bæði hraðar og í meira magni en áður var talið. Ekki sé rétt hjá Þorgerði að áhrif bindingar í skógi komi fram á löngum tíma og dugi skammt í því tímahraki sem fram undan er.

Lesa meira

15.12.2017 : Um innviði

„Við erum rík þjóð og nú ríkir góðæri. Það er einmitt á slíkum tímum sem fjárfesta á í innviðum, helst varanlegum innviðum sem gefa fjölbreyttan ágóða í framtíðinni og gera okkur betur kleift að takast á við erfiðari tíma þegar þeir koma. Skógar eru meðal þeirra innviða.“ Þetta skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í grein sem birtist í nýútkomnu jólablaði Bændablaðsins.

Lesa meira

14.12.2017 : Hver er framtíð örverulífs í jarðvegi?

Föstudaginn 15. desember flytur Thorunn Helgason, doktor í líffræði við háskólann í York, hádegiserindi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, um landbúnað, jarðveg og framleiðni þar sem hún spyr hver sé framtíð örverulífs í jarðvegi.

Lesa meira

14.12.2017 : Aukin skógrækt er besta leiðin til að binda kolefni úr andrúmslofti

Rannsóknir sýna að aukin skógrækt, hvort sem hún er á Íslandi eða annars staðar í heiminum, er ein besta landnýtingaraðferðin til að binda kolefni úr andrúmslofti. Þetta segir Írinn Eugene Hendrick sem talaði á kolefnisráðstefnunni sem fram fór í Bændahöllinni 5. desember.  Írar leggi ríka áherslu á skógrækt um þessar mundir og að auka skógarþekju landsins, meðal annars til að auka hlut landsins í bindingu kolefnis úr andrúmslofti.

Lesa meira

14.12.2017 : Ráðamenn sýnt bindingu í skógum lítinn áhuga

Skógræktarstjóri hefur áhyggjur af plöntuframleiðslu eftir að ákveðið var að hætta rekstri gróðrarstöðvarinnar Barra vegna samdráttar í skógrækt. Hann segist í samtali við Ríkisútvarpið hafa talað fyrir daufum eyrum ráðamanna um aukna kolefnisbindingu í skógi.

Lesa meira

13.12.2017 : Upptökur frá kolefnisráðstefnunni

Ráðstefna um leiðir til að auka kolefnisbindingu var haldin í Bændahöllinni þriðjudaginn 5. desember á alþjóðlegum degi jarðvegs. Upptökur að erindunum eru nú aðgengilegar á vef Bændasamtakanna.

Lesa meira

13.12.2017 : Ljóðaganga í desember

Á laugardaginn var haldin ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi á vegum verkefnisins „Litla ljóðahámerin“. Aðalgestur ljóðagöngunar var skáldið Andri Snær Magnason en með honum voru Stefán Bogi Sveinsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sem lásu ýmis ljóð eftir austfirsk ljóðskáld.

Lesa meira

13.12.2017 : Barri hættir starfsemi næsta sumar

Ákveðið hefur verið að loka gróðrarstöð Barra á Fljótsdalshéraði. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í sjónvarpsfréttum í gær. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa gefist upp á sviknum loforðum um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Í fréttinni er vakin athygli á því að helmingi færri tré séu nú gróðursett á landinu en fyrir tíu árum.


Lesa meira

11.12.2017 : Jólalegt á markaðnum í Vaglaskógi

Jólamarkaðurinn sem haldinn var í þriðja sinn í Vaglaskógi á laugardaginn var gekk vel og áætlar skógarvörður að vel á þriðja hundrað manns hafi komið í skóginn til að sjá hvað var í boði, njóta veitinga, hitta aðra og versla eitthvað fyrir jólin. Vetrarveður var með fallegasta móti í skóginum og aðstæður því hinar bestu.

Lesa meira

07.12.2017 : Jólamarkaður í Vaglaskógi

Litlu mátti muna að vísa þyrfti frá áhugasömu fólki sem vildi selja afurðir sínar og framleiðslu á jólamarkaðinum á Vöglum sem að þessu sinni verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi laugardaginn 9. desember. Auk jólatrjáa, greina og fleiri afurða úr skóginum verða fjölbreyttar þingeyskar framleiðsluvörur til sölu á markaðnum og nemendur Stórutjarnaskóla selja veitingar.

Lesa meira

06.12.2017 : Skógarbændur eystra selja jólatré suður

Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt segir frá því að skógarbændurnir að Brekkugerði í Fljótsdal og Teigabóli í Fellum selji jólatré til höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægasti markaður þeirra sé þó heima fyrir.

Lesa meira

05.12.2017 : Leiðarahöfundur Fréttablaðsins ræðir um kolefnishlutleysi

„Ef tekið er mið af þessum mótvægisaðgerðum, sem taka til flestra geira íslensks samfélags, og við höldum uppteknum og máttlausum hætti áfram í landgræðslu og skógrækt, gæti nettóútstreymi ársins 2030 numið 18 prósentum minna en árið 1990. Góður árangur, en hvergi nærri nóg.“ Þetta skrifar leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og vísar til markmiða ríkisstjórnarinnar um 40 prósenta samdrátt losunar árið 2030 og kolefnishlutleysi um miðja öldina.

Lesa meira

04.12.2017 : Myndband um hagleiksmanninn Johan Grønlund Arndal

Í október birtist hér á skogur.is frétt um listaverk eftir danska skógtækninemann Johan Grønlund Arndal sem hann sker út í trjáboli með keðjusög. Við endurbirtum þessa frétt því nú hefur Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður, gert ljómandi gott myndband um Johan og verk hans. Lesa meira

01.12.2017 : Landgræðsluverðlaunin veitt bændum í Núpasveit og Þistilfirði

Landgræðsluverðlaunin 2017 voru afhent  á opnum fundi um landgræðslumál í Skúlagarði í Kelduhverfi fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á vef Landgræðslunnar, land.is. Meðal verðlaunahafa eru skógarbændurnir Helgi Árnason og Sigurlína J. Jóhannesdóttir á Snartarstöðum í Núpasveit sem stunda umfangsmikla landgræðslu og rækta skóg á 100 hekturum lands. Lesa meira

01.12.2017 : Ísland tali fyrir landbótum á heimsvísu

Nýafstaðið loftslagsþing í Bonn tókst vel að mati Halldórs Þorgeirssonar, forstöðumanns á skrifstofu Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Halldór segir að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki, ekki síst á sviði bættra landgæða en það geti þó haft áhrif á orðspor landsins ef ekki verði fljótlega ráðist fyrir alvöru í orkuskipti í samgöngum. Skógræktin, Landbúnaðarháskólinn, Landgræðslan og Bændasamtök Íslands standa sameiginlega að ráðstefnu 5. desember um kolefnismál og landnýtingu. 

Lesa meira

01.12.2017 : Fjögur af hverjum fimm jólatrjám koma að utan

„Við viljum klæða landið skógi. Af hverju tré sem við seljum um jólin plöntum við öðrum fimm trjám. Í því felst virðisaukinn fyrir okkur." Þetta segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, í umfjöllun Fréttablaðsins um jólatré. Framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni segir ákjósanlegra ef fyrirtækið gæti verið með hærra hlutfall innlendra trjáa í jólatrjáasölu sinni. 

Lesa meirabanner3