Fréttir

30.11.2017 : Skógrækt og kolefnisbinding

Tvöföldun aðgerðarhraða í skógrækt á Íslandi myndi þýða að binding í íslenskum skógum yrði rúm 425 þúsund tonn árið 2030 og fjórföldun myndi skila tæplega 535 þúsund tonna bindingu af CO2 á ári. Edda S. Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar, skrifar um skóga, eitt stærsta kolefnisforðabúr jarðar, í grein sem birtist í Bændablaðinu í dag.

Lesa meira

30.11.2017 : Túrbóskógrækt og stærri verndarsvæði málamiðlun nytja og verndar

Í nýju myndbandi frá Future Forests í Svíþjóð er lögð til þríþætt leið til að sameina markmið náttúruverndar og skógræktar í landinu. Gert er ráð fyrir verndarsvæðum af ákveðinni lágmarksstærð í nytjaskógum til að vernda villtar tegundir og á hinn bóginn verði gjöfular trjátegundir eins og sitkagreni og stafafura notaðar til að ná hámarksframleiðslu skóganna og hámarksbindingu koltvísýrings. Talað er um *túrbótré“ og „túrbóskógrækt“.

Lesa meira

29.11.2017 : Leiðir til að auka kolefnisbindingu

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðal­samninga­mönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skóg­rækt.

Lesa meira

28.11.2017 : Nýtt tölublað Laufblaðsins komið út

Skógurinn í Brynjudal í Hvalfirði var formlega opnaður sem Opinn skógur laugardaginn 16. september og er hann sextándi skógurinn sem opnaður er undir merkjum verkefnisins Opins skógar. Þetta er meðal efnis í nýútkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Íslands, Laufblaðinu. Þar eru líka upplýsingar um jólatrjáasölu skógræktarfélaganna. Lesa meira

24.11.2017 : Verður aftur Paradís?

Samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs hafa hrundið af stað verkefni sem kallast Vistvangur í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri hafnfirsk félög og stofnanir. Markmið Vistvangs er að klæða örfoka svæði í Krýsuvíkurlandi gróðri. Lesa meira

24.11.2017 : Tímamót í íslenskri nytjaskógrækt

Undanfarna mánuði hefur Ingvar P Guðbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Félagi skógarbænda á Suðurlandi, unnið að því fyrir félagið, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, að kanna hagkvæmni þess að hafin verði viðarvinnsla úr sunnlenskum skógum. Niðurstöður verða kynntar í félagsheimilinu Þingborg í Flóa laugardaginn 25. nóvember kl. 10.

Lesa meira

23.11.2017 : American Forests styður við skógrækt á Íslandi

Bandarísku skógverndar- og skógræktarsamtökin American Forests hafa tekið saman höndum með Skógræktarfélagi Íslands um gróðursetningu 15.000 trjáplantna á Íslandi í þrjú ár, alls 45.000 plöntur. Gróðursett erá tveimur stöðum, á Eskifirði og við Úlfljótsvatn. Þetta verkefni er hluti af víðtækara samstarfi American Forests við sjóðinn Alcoa Foundation.

Lesa meira

17.11.2017 : Árleg ráðstefna um konur og skógrækt í bígerð

Þriggja daga vinnufundi um jafnrétti og fjölbreytni í norræna skógargeiranum lauk á sunnudag með þátttöku tveggja fulltrúa frá Skógræktinni, Sigríðar Júlíu Brynleifs­dóttur, sviðstjóra skógarauðlindasviðs, og Eddu S. Oddsdóttur, sviðstjóra rannsókna­sviðs. stefnt er að því að halda norræna ráðstefnu um konur og skógrækt á hverju ári í tíu ár og sú fyrsta verði í Svíþjóð 2019. Einnig er stefnt að stofnun skógarkvenna­samtaka á Íslandi á næsta ári.

Lesa meira

16.11.2017 : Aukinn þvermálsvöxtur með því að grisja fyrr?

Mögulega mætti auka þvermálsvöxt í ungum skógi með því að grisja fyrr en venjan hefur verið. Á sauðfjárjörðum má beita slíkan skóg eftir grisjun til að hindra vöxt greina eða teinunga af rótum þeirra trjáa sem grisjuð voru burt. Óvísindaleg athugun í þessa veru var gerð á skógræktarjörð í Fljótsdal og sagt er frá henni í nýju myndbandi Skógræktarinnar.

Lesa meira

16.11.2017 : Ráðstefna um kolefnisbindingu 5. desember

Aðgerðir Íra til bindingar kolefnis með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt verða tíundaðar á ráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni í Reykjavík 5. desember. Að ráðstefnunni standa Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóskóli Íslands Landgræðsla ríkisins og Skógræktin.

Lesa meira

15.11.2017 : Kynbættur fjallaþinur jólatré framtíðarinnar

Þess er vænst að kynbættur fjallaþinur verði vinsælasta jólatréð hér á landi þegar fram líða stundir. Þetta íslenska úrvalstré geti þá keppt við danskan nordmannsþin sem í dag er mest selda jólatréð. Þetta segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins og fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps. Rætt er við Brynjar Skúlason skógerfðafræðing sem stýrir trjákynbótum hjá Skógræktinni.

Lesa meira

15.11.2017 : Íslenskir skógar áfram í heimspressunni

Íslensku skógarnir vaxa svo vel að það brakar í þeim. Í Reykjavík, þar sem varla sáust tré fyrir fáeinum áratugum, eru nú tré út um allt. Nytjategundir í íslenskum skógum vaxa 10-20 sinnum betur en íslenska birkið. Þetta er meðal þess sem finnska blaðakonan Lotte Krank-Van de Burgt fékk að kynnast á ferð með Aðalsteini Sigurgeirssyni, fagmálastjóra skógræktarinnar, um íslenska skóga.

Lesa meira

14.11.2017 : Húsgagnagerð úr skógarefni

Hið sívinsæla námskeið „Húsgagnagerð úr skógarefni“ var haldið um helgina í skemmu Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum. Frá árinu 2010 hafa verið haldin 25 námskeið sem þetta með samanlagt 314 þátttakendum. Framhaldsnámskeið verður um næstu helgi.

Lesa meira

10.11.2017 : Tengsl niðurbrotssveppa í trjáviði við plöntur

Carolina Girometta, sérfræðingur við svepparannsóknadeild jarð- og umhverfisvísindasviðs háskólans í Pavia á Ítalíu, flytur á þriðjudag fyrirlestur í Öskju um niðurbrotssveppi í trjáviði og tengsl þeirra við plöntur. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

10.11.2017 : Finnskur olíujöfur segir skóg áhrifaríkasta tækið til bindingar

Er virkilega hægt að klæða eyðimerkur skógi? Mika nttonen, stjórnarformaður orkufyrirtækisins St1, hefur hugmyndina, fjármagnið og áræðið sem til þarf. Hann hyggst lækna lungu jarðarinnar.

Lesa meira

08.11.2017 : Sögin gerði kleift að skapa margt gott úr efniviði skógarins

Fyrir þremur árum var keypt bolviðarsög að skógræktarbýlinu Giljalandi í Skaftártungu. Síðan hefur efniviðurinn úr skóginum verið notaður í hliðgrindur, hestagerði, klæðningar, bekki, borð og fleira.

Lesa meira

07.11.2017 : Barrvefari finnst í Dölum

Barrvefari fannst í haust á lerkitrjám vestur í Dölum. Skaðvaldurinn var staðbundinn á einum bæ en hafði étið barrið af nokkrum lerkitrjám svo þau voru orðin albrún að lit. Einnig hafði hann ráðist á ungar furur á svæðinu.

Lesa meira

06.11.2017 : Bein útsending frá ráðstefnu ThinkForest

Bein útsending verður á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, frá ráðstefnu ThinkForest þar sem fjallað verður um hringrásir evrópska hagkerfisins og nýjar hugmyndir um hvernig koma skuli slíku hagkerfi á.

Lesa meira

02.11.2017 : Ótal tré af einu fræi

Innan tíðar kann að verða mögulegt að búa til ótal nákvæmlega eins jólatré af einu og sama fræinu. Framfarir í vefjarækt af kími trjáfræja eru miklar um þessar mundir og þróaðir hafa verið róbótar til að fjöldaframleiða trjáplöntur með æskilegum eiginleikum. Þetta var meðal umfjöllunarefna á jólatrjáaráðstefnu sem haldin var hérlendis nýlega.

Lesa meira

02.11.2017 : Mikil fjölgun tjaldgesta í Hallormsstaðaskógi

Tjaldgestum fjölgaði mikið í Hallormsstaðaskógi í sumar og í september voru gistinætur um 50% fleiri en í fyrra. Vel hefur viðrað til útiverka í skóginum í haust og senn verður farið að fella jólatré. Ungverskur skógfræðinemi dvelur nú á Hallormsstað og vinnur að meistaraverkefni um vindfall í skógi á Íslandi og náttúrulega endurnýjun skóga á svæðunum eftir vindfall.

Lesa meira

02.11.2017 : Afkvistunarvél reynd á Suðurlandi

Ódýr og meðfærileg afkvistunarvél er reynd þessa dagana við grisjun í skógum á Suðurlandi. Slík vél, sem tengd er við dráttarvél, er sögð geta sparað skógarbændum aðkeypta vinnu. Rætt er um að stofna rekstrarfélag um slíka vél til að hægt sé að þjóna bændum.

Lesa meira

01.11.2017 : Eldfjallaaskan bæði góð og slæm fyrir skóginn

Fjallað var um skógrækt á Íslandi í þættinum Dagen á sjónvarpsstöðinni DR2 í Danmörku síðdegis í gær. Rætt var við Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Carsten Ravlund-Rasmussen, prófessor í endurhæfingu vistkerfa við Kaupmannahafnarháskóla.

Lesa meirabanner4