Fréttir

31.10.2017 : Skógarbóndi í dómsmál vegna fjárreksturs um land hans

Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viður-kennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. Sveitar-félagið telur sig hafa rétt til þess að leyfa gangnamönnum að fara þar um með fé.

Lesa meira

31.10.2017 : Loftslagsmálin í stjórnarsáttmálann

Miklu máli skipt­ir að unnið verði að því með öll­um til­tæk­um ráðum að stöðva hlýn­un jarðar frá nú­ver­andi kjör­tíma­bili. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá bar­áttu­hóp­in­um Par­ís 1,5, sem skor­ar á alla stjórn­mála­flokka eft­ir kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber að hafa lofts­lags­mál­in að leiðarljósi í stjórn­arsátt­mála við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Morgunblaðið segir frá þessu í dag. Lesa meira

31.10.2017 : Ný grein komin út í Icelandic Agricultural Sciences

Ný grein er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þetta er sjötta greinin sem kemur út í hefti 30/2017. Könnuð voru möguleg áhrif útbreiðslu lúpínu á samfélög frjóbera á Íslandi. Lesa meira

30.10.2017 : Jólatré höggvin í Skorradal og skógar grisjaðir á Vöglum

Vel gengur að sækja torgtré í skógana í Skorradal og í Vaglaskógi eru komnar góðar birgðir af birki til eldiviðarvinnslu. Í öllum landshlutum hefur hagstætt haustið auðveldað mjög vinnu í skógunum. Ekkert hefur snjóað enn á Vöglum og þar hafa danskir skógtækninemar í starfsnámi fengið dýrmæta reynslu í grisjun bæði birki- og furuskógar.

Lesa meira

27.10.2017 : Góð ráð um arna og kamínur

„Mikill hiti getur borist frá kamínu og víða í Evrópu notar fólk kamínuna sem helstu leiðina til að kynda hjá sér húsin, en á íslenskum heimilum með hitaveitukyndingu og góða einangrun getur orðið allt of heitt þegar byrjar að loga í kamínunni, ef hún er af rangri stærð eða gerð.“ Þetta segir Jón Eldon Logason sem gefur góð ráð um arna og kamínur í spjalli við Morgunblaðið.

Lesa meira

27.10.2017 : Skógarmyndir sýndar frá Alberta og Bresku-Kólumbíu

Skógræktarfélag Garðabæjar býður á mánudagskvöld til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku-Kólumbíu í Kanada í september 2017.  Lesa meira

26.10.2017 : Stikur og stígar í Þórsmörk

Óvíða hefur tekist jafnvel til við umhverfisbætur en í Þórsmörk segir Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skógræktinni, í frétt sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um sjálfboðastarf við stígagerð og landbætur sem unnið er árlega í Þórsmörk og á nágrannasvæðum. Komið hefur verið upp merkjakerfi sem eykur öryggi ferðafólks ef óhöpp verða og flýtir fyrir björgun.

Lesa meira

25.10.2017 : Fagráðstefna skógræktar 2018 - þemadagur Nordgen

Fræöflun og trjákynbætur verða meginviðfangsefni Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl 2018. Fyrri dagurinn verður þemadagur í samvinnu við Nordgen.

Lesa meira

25.10.2017 : Ljósaganga á kosningakvöldi

Skógræktarfélag Borgarfjarðar boðar til ljósagöngu um skógarstíga í Reykholti á laugardag, 28. október, kl. 18. Gangan hefst við Höskuldargerði. Sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson í Véum gera tilraun til að bregða birtu yfir óljós atriði í myrkviðum skógarins. Takið með ykkur ljósfæri.

Lesa meira

24.10.2017 : Lagt til að fjórfalda aðgerðahraða í skógrækt

Fjórföldun aðgerðahraða í landgræðslu og fjölbreyttri skógrækt myndi leiða til þess að árið 2030 yrði búið að græða upp eða þekja skógi alls 485.000 hektara lands. Það myndi skila nettóbindingu í jarðvegi og gróðri um allt að ríflega 1.300 þúsund tonn CO2 árlega. Þetta er lagt til í samantekt framkvæmdastjóra Orkuseturs sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra

Lesa meira

24.10.2017 : Ljósaganga í kvöld hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu í kvöld, þriðjudaginn 24. október, kl. 19.30.

Lesa meira

24.10.2017 : Reyna að endurgera það sem víkingarnir eyddu

Mynd af Jóni Ásgeiri Jónssyni, skógfræðingi hjá Skógræktarfélagi Íslands, birtist á baksíðu sunnudagsblaðs bandaríska stórblaðsins The New York Times í gær, 22. október. Í blaðinu er rætt við Jón Ásgeir um hvernig forfeður okkar eyddu nær öllum skógi á Íslandi og hve hægt gengur að endurheimta skóglendi á landinu.

Lesa meira

24.10.2017 : Óðurinn til gervijólatrésins

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Jólin nálgast þótt veðurfarið bendi ekki til þess. Úti dimmir þó dag frá degi og hátíð ljóssins kemur fyrr en varir. Þá setjum við upp lifandi íslenskt jólatré og skreytum það með ljósum og glingri. Óðurinn til gervijólatrésins vekur okkur til umhugsunar.

Lesa meira

23.10.2017 : Umhirðunámskeið í blíðuveðri

Í sjötta skiptið á sjö árum voru þau Hlynur Gauti Sigurðsson og Sherry Curl leiðbeinendur á námskeiði í ungskógarumhirðu sem fram fór á Héraði um helgina. Farið var yfir fræðilegan og fjárhagslegan ávinning skógarumhirðu fyrri daginn og verklega þætti seinni daginn.

Lesa meira

19.10.2017 : Fræðslufundur um árangurinn á Hólasandi

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 26. október kl. 20. Þar flytur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri erindi í máli og myndum um uppgræðslu og skógrækt á Hólasandi. Þar hefur náðst einstaklega góður árangur við uppgræðslu örfoka lands.

Lesa meira

19.10.2017 : Valdimar í viðtali hjá Skessuhorni

Í nýútkomnu tölublaði héraðsfréttablaðsins Skessuhorns sem gefið er út í Borgarnesi er í dag rætt við Valdimar Reynisson, skógarvörð á Vesturlandi, meðal annars um kolefnisbindingu. Valdimar bendir á að skógrækt sé ein einfaldasta leiðin sem við höfum til að binda kolefni.

Lesa meira

19.10.2017 : Ráðstefna um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra verður rædd á ráðstefnu sem haldin verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, föstudaginn 20. október. Meðal frummælenda er Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og ræðir skógrækt sem þátt í fjölbreyttari landbúnaði.

Lesa meira

18.10.2017 : Moð úr fjárhúsum upplagt til skóggræðslu á melum

Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana. Gott dæmi um þetta er uppgræðslustarf sem unnið er í landi Brekkukots í Reykholtsdal.

Lesa meira

18.10.2017 : Umhverfisþing á föstudag

Skráningu lýkur í dag á tíunda Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 20. október 2017 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Að þessu sinni verða loftslagsmál í brennidepli þingsins. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, verður fulltrúi Skógræktarinnar í pallborði.

Lesa meira

17.10.2017 : Framtíð landgæða jarðar í þættinum Græðum landið

Í þættinum Græðum landið sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN var í gær rætt við Árna Bragason landgræðslustjóra um hlýnun jarðar og skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Global Land Outlook, þar sem fjallað er um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra frá mörgum hliðum.

Lesa meira

16.10.2017 : Frumskógurinn í Białowieża

Białowieża-frumskógurinn í Póllandi hefur notið einhvers konar friðunar allt frá því um miðja 15. öld. Um 1.400 ferkílómetrar hans eru nú á heimsminjaskrá UNESCO. Fjórtán manna hópur skógræktarfólks frá Íslandi skoðaði skóginn á dögunum í fylgd skógarvarða.

Lesa meira

13.10.2017 : Laus pláss á trjáfellingar- og grisjunarnámskeið Hallormsstað

Björgvin Eggertsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kennir trjáfellingar og grisjun með keðjusög á námskeiði sem fram fer á Hallormsstað dagana 17.-19. október. Ekki verða teknir fleiri en tíu nemendur á námskeiðið og umsóknarfrestur er til 10. október.

Lesa meira

13.10.2017 : Myndband um barrviðarátu á lerki

Á Austurlandi hefur sveppasjúkdómur sem kallast barrviðaráta, tekið að herja á síberíulerki í vaxandi mæli síðustu árin, þar á meðal á svokölluð íslensk lerkikvæmi, sem líklegast er að séu blendingar rússalerkis og síberíulerkis. Varast ber að klippa trén á haustin og fram á vetur til að minnka hætta á sýkingum. Um þetta er fjallað í nýju myndbandi Skógræktarinnar. 

Lesa meira

13.10.2017 : Sjálfboðaliðar á Þórsmörk gera myndband

Frá því að sjálfboðaliðar á vegum Skógræktarinnar hófu störf á Þórsmörk fyrir fimm árum hefur sá siður haldist að síðasti sjálfboðaliðahópur sumarsins sé frá svissneska skólanumInternational School of Zug and Luzern. Hópurinn sem kom í haust hefur sent frá sér skemmtilegt myndband.

Lesa meira

12.10.2017 : Asparglytta óvenju áberandi víða

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að mikill fjöldi asparglyttu hafi verið áberandi í haust. Hann hafi fengið sendar myndir af fólki sem sýna glyttuna í hundraðatali. Lesa meira

11.10.2017 : Haustlitirnir þjóna mikilvægum tilgangi

Haustið er besti tíminn til að greina uppruna trjáplantna. Þau sem eru ættuð af norðlægum svæðum ganga fyrr frá sér en þau sem eru frá suðlægum svæðum. Þessi munur blasir við þegar trén búast í haustliti. Rætt var við Brynjar Skúlason, skógerfðafræðing á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í fréttum Sjónvarpsins í gær.

Lesa meira
Umhirda-ungskogar---toppsnyrting

09.10.2017 : Umhirðunámskeið á Egilsstöðum

Námskeið um umhirðu í ungskógi verður haldið á Egilsstöðum dagana 20.-21. október ef næg þátttaka fæst. Með góðri umhirðu ungskógar er stuðlað að heilbrigði skógarins og hámarksvexti.

Lesa meira

06.10.2017 : Danskur hagleiksmaður í starfsnámi hjá þjóðskógunum á Vesturlandi

Danski skógtæknineminn Johan Grønlund Arndal sem nú er í starfsnámi hjá skógarverðinum á Vesturlandi er mikill hagleiksmaður og sker út höggmyndir með keðjusög í frístundum sínum. Vonast er til að höggmyndir eftir hann fái að prýða Stálpastaðaskóg.

Lesa meira

05.10.2017 : Skógræktin og Landgræðslan með gróðursetningardag á Hólasandi

Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins á Norðurlandi kom saman á Hólasandi í síðustu viku til að gróðursetja tæplega tíu þúsund trjáplöntur. Þessi gróðursetningardagur er táknrænn fyrir vaxandi samstarf stofnananna tveggja á ýmsum sviðum, ekki síst við skógrækt á uppgræðslusvæðum.

Lesa meira

03.10.2017 : Tré treysta á samlífi við sveppi

Í skóg­rækt ætlaðri til að binda kol­efni verða svepp­irn­ir að vera með því um svepp­ina fer kol­efnið niður í jarðveg­inn. Svepp­ir eru bún­ir til úr fín­gerðum þráðum sem virka eins og lif­andi rör og flytja vatn og nær­ing­ar­efni lang­ar leiðir. Tré treysta því á sam­lífi við sveppi,“ seg­ir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Lesa meira

03.10.2017 : Handverkskona ársins eimar ilmolíur úr trjám

Í helgarblaði Fréttablaðsins 30. september var rætt við einn af starfsmönnum Skógræktarinnar, Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa, skógarbónda og ilmolíuframleiðanda á Rauðsgili í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hraundís var valin handverkskona ársins á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústmánuði.

Lesa meira

02.10.2017 : Timburafurðir skóga á Íslandi

Það er fyrst og fremst tækniþekking og hugmyndaflug sem takmarkar hvað hægt er að nýta timbur til. Hagkvæmni úrvinnslu ræðst að hluta af stærðarhagkvæmni og fjarlægð hráefnis frá úrvinnslustað. Um þessi efni skrifar Brynjar Skúlason í síðasta tölublaði Bændablaðsins

Lesa meirabanner1